Maður skaðbrennist af tjörueldi í Grindavík
Árið 1601 var bóndinn á Járngerðarstöðum í Grindavík,Jón Teitsson að bræða skiptjöru á dögunum.Kynti hann eld undir tjörukeri.Svo slysalega tókst til,að eldurinn komst í tjöruna og læsti sig í föt bóndans, svo að hann logaði allur.Hlaut hann við þetta svo mikil brunasár,að hann lifði ekki nema tvær nætur.
Mannfellir í Grindavík
Morð á Þórkötlustöðum
Morð við kirkjugarðshliðið á Stað í Grindavík
Maður var veginn að Stað í Grindavík haustið 1587.Vegendur voru tveir,og hefur annar þerra,Björn Sturluson,smiður á Þórkötlustöðum,verið dæmdur útlægur,nema konungur geri þar miskunn á.Þetta gerðist með þeim hætti,að maður nokkur,Ingimundur Hákonarson,kom inn í kirkjuna,þar sem Helgi Úlfhéðinsson var einn með prestinum á Stað,og manaði hann að koma út.Þreif Ingimundur síðan korða sinn,er hann geymdi við […]
Sjóslys í Grindavík
Tuttugu og fimm menn af tveimur skipum drukknuðu við Þórkötlustaði í Grindavík árið 1583 .Þetta bar svo til ,að öðru skipinu hlekktist á,og ætluðu þá þeir ,er á hinu voru,að fara til hjálpar,en fórust einnig.
Sjóslys í Grindavík
1598 drukknuðu tíu menn er skiptapi varð á Hópi í Grindavík
Stórflóð brýtur hús og báta í Grindavík
Tók 12 saltskúra í Grindavík. 19 janúar 1925 var brimið í Grindavík svo afskaplegt,að sjó gekk á land 150 metra upp fyrir venjulegt stórstaumsfjöruborð. Sjór tók marga báta, braut suma í spón en stórskemndi aðra. Sjór kom í kjallara margra húsa og tók burt 12 saltskúra og mikið salt. Fjöldi fjár drukknaði einnig í fjárhúsum […]
Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki í Grindavík
Í Grindavík voru teknir tólf Íslendigar og þrír Danir. Herhlaupið í Grindavík 1627. Fyrsta víkingaskipið kom til Grindsavíkur 20.dag júnimánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur, að dönsku kaupskipi, er þar lá, og létust víkingar vera hvalveiðimenn og báðust vista,en fengu ekki. Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og […]