Morð á Þórkötlustöðum

Maður var veginn á Þórkötlustöðum í Grindavík 1562,Guðmundur Sigurðsson að nafni, og voru fjórir atvistarmenn. Bóndinn Ketill Ketilsson,kom út úr bæ sínum með atgeir á lofti,er menn hans komu skinnklæddir af sjó og lét kasta til þeirra vopnum.Hjó einn sjómanna til Guðmundar,en annar rotaði hann með steini.Fóru svo leikar að þeir gengu af Guðmundi dauðum.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00