Lífeyrisgátt

Ellilífeyrir sjómanna

ATH hér er verið að fjalla um greiðslur frá tryggingastofnun sem viðkomandi getur hugsanlega átt rétt á.

Sá sem hefur stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur á íslensku skipi eða skipi sem er gert út af íslenskum aðilum getur átt rétt á ellilífeyri frá 60 ára aldri. Skila þarf inn upplýsingum um árafjölda og daga á sjó með umsókninni. Þeir menn sem hyggjast sækja um lífeyri skv. 60 ára reglunni þurfa að:

a) Sækja um á mínum síðum hjá Tryggingastofnun tr.is eða fara í afgreiðslu Tryggingastofnunar.

b) Með umsókn þarf að fylgja sönnun fyrir því að umsækjandi hafi haft sjómennsku að aðalstarfi í 25 ár, miðað er við 180 daga á ári, þannig að heildarfjöldi lögskráningardaga þarf að vera a.m.k. 4.500 dagar. (upplýsingar um fjölda lögskráningardaga er hægt að fá hjá Samgöngustofu https://www.samgongustofa.is/samband/) Ef þeir dagar sem koma fram úr rafrænu lögskráningarkerfi Samgöngustofu eru að mati umsækjenda ekki réttir, þarf viðkomandi að afla upplýsinganna, eftir því sem þurfa þykir sýslumannsembættum, tollstjórum eða þjóðskjalasafni. Þegar haft er samband við sýslumannsembættin þarf að gefa upp nöfn þeirra skipa er viðkomandi hefur starfað á.

c) Með umsókn þarf að fylgja tekjuáætlun fyrir næsta ár.

d) Með umsókn þurfa að fylgja skattframtöl síðustu 2ja ára.

Áður en sjómaður sækir um ellilífeyri er ráðlegt að nota reiknivél á heimasíðu Tryggingastofnunar til að athuga hvort umsækjandi eigi rétt til ellilífeyris. Slóðin á reiknivél TR er https://www.tr.is/reiknivel/

Hægt er að sækja um leiðréttingu 2 ár aftur í tímann.

Þegar einstaklingur öðlast stöðu ellilífeyrisþega hefur viðkomandi réttindi hjá Sjúkratryggingum eins og aðrir ellilífeyrisþegar.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00