Áskorun LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VM til stjórnvalda: Eflum þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar

Landssamband íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sent frá sér sameiginlega áskorun til stjórnvalda um að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar þannig að hún fái sinnt því eftirlits- og öryggishlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum. Áskorunin er svohljóðandi: Áskorun LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VM til stjórnvalda: […]

Continue Reading

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið  að hækka viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum milli skyldra aðila. Verð á slægðum og óslægðum þorski hækkar um 9%, verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkar um 10% og verð á karfa hækkar um 5%. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2010.

Continue Reading

Verð á ýsu hækkar

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu í beinum viðskiptum um 5%. Verðhækkunin tók gildi þann 7. janúar 2010.

Continue Reading

Grindvíkingar mótmæla harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að sjómönnum

„ Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur mótmælir því harðlega að ríkisstjórnir Íslands skulu alltaf ráðast með lagasetningum á sjómenn. Engu skiptir hvort þeir eru að sækja rétt sinn til að ná kjarasamningum eða að halda kjörum sínum sem sjómannaafslátturinn er og hefur verið í meira en hálfa öld, en ekki er hróflað við ríkistryggðum lífeyrissjóði […]

Continue Reading

Fjölmenni á jólaballi sjómanna

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hélt sitt árlega jólaball fyrir börn félagsmanna og velunnara félagsins á Sjómannastofunni Vör milli jóla og nýárs. Fjöldi barna og fullorðinna skemmtu sér konunglega enda komu þeir Stekkjastaur, Hurðaskellir og Kertasníkir í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð syngjandi og trallandi eins og þeirra er siður.

Continue Reading

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um tekjuöflun ríkisins, 256. mál

Sjómannasambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um tekjuöflun ríkisins. Sjómannasamband Íslands gerir athugasemd við tvær greinar í frumvarpinu, en tekur ekki afstöðu til annarra greina. Í fyrsta lagi mótmælir Sjómannasamband Íslands harðlega 25. gr. frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir að sjómannaafslátturinn verði afnuminn í áföngum.

Continue Reading

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00