ORLOFSHÚS SVG

Úr fréttabréfi sem kom út 14 maí 2013.

Úthlutun í orlofshús félagsins er nú lokið , allar vikur tímabilsins gengu út.

Talsverðar endurbætur fóru fram á húsum félagsins í vetur sem tókust mjög vel einnig var hluti búnaðar endurnýjaður , og nú eru komnar þvottavélar og uppþvottavélar í bæði hús. Eftirlitsmaður eigna mun sjá um að bera á palla og leiktæki.

Allar upplýsingar um orlofshúsin er að finna á orlofsvef á heimasíðu félagsins svg.is

Orlofsnefnd ákvað í vetur að kanna möguleika á fleiri kostum fyrir félagsmenn og hefur nú ákveðið að bjóða eftir farandi kosti:

Orlofshús á Flúðum.     Frá 1 júní – 31 ágúst

Orlofshús með heitum potti á Flúðum. Í húsinu eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum, svefnloft með 6 dýnum. Eldhúsi, baðherbergi og forstofu. Það er sjónvarp, útvarp, video , hornsófi, sængur, koddar og allur borðbúnaður fyrir 6 manns. Fyrir utan húsið er pallur með gasgrilli, heitum potti og garðhúsgögnum og frábæru útsýni yfir næstu sveitir.

Golfvöllur Ásatúns er í 100m fjarðlægð frá húsinu

Í nágrenni er sundlaug, hestaleiga, verslun og margt fleira til skemmtunar. Um er að ræða vikuleigu og kostar vikan 32.000.– til félagsmanna. 26 punktar í frádrátt.

          

Orlofsíbúð á Akureyri frá 1 júlí—31 ágúst.                

Íbúðin er í Amaró húsinu, Hafnarstæti 99-101, íbúð 301

Íbúðin er stúdíóíbúð 50 fm  og ler leigð út fullbúin húsgögnum, eldhústækjum og borðbúnaði. Einnig er hægt að láta sængur fylga með.Aukadýnur eru til staðar.

Íbúðinni fylgir aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi á sömu hæð en það er einnig nýtt af íbúum hinna tveggja íbúðanna á hæðinni.

Í stigagangi á jarðhæð er einnig læsanlegur skápur sem fylgir íbúðinni, ætlaður undir skíði svo ekki þurfi að bera þau alla leið upp í íbúð.

Aðgangur er að internet tengingu í íbúðinni (wifi).

Um er að ræða vikuleigu og kostar vikan 22.000.– til félagsmanna. 26 punktar í frádrátt.

           Tjaldvagn—fellihýsi—húsbíll.

Ákveðið hefur verið að niðurgreiða viðurkennda leigusamninga frá löglegum aðilum sem gilda fyrir eina viku um 20.000.- . Koma þarf með samning á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins síma 4268400.

 

Fyrst um sinn verður hægt að ganga frá samningum á skrifstofu félagsins síma 4268400 eða á svgrindavik@gmail.com

.

Stefnt er að því að koma upplýsingum og myndum frá Flúðum og Akureyri sem fyrst á vef félagsins svg.is og einnig er unnið að því að nýta orlofsvef félagsins í sama tilgangi.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00