Orlofsvefur SVG

                       Orlofsvefur SVG.

           Á orlofsvef SVG ,,Miðasala” er nú hægt að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á netinu og eru verðin sem birtast félagsmönnum niðurgreidd af félaginu um 50 %.

Einnig er þar hægt að bóka herbergi á Hótel Keflavík á góðu verði.

 

Á skrifstofu félagsins er hægt að nálgast miða í Hvalfjarðargöngin og einnig Gistimiða á Fosshótel .

Stefnt er að því að þessi þjónusta fari fram á orlofsvefnum í framtíðinni , í athugun er m.a. Golfkortið og Sundkortið. Félagsmenn eru hvattir til þess að fylgjast með og nýta sér þessa þjónustu.

 

                                     Netkennsla.is

           Svg bauð félagsmönnum kennsludiska árið 2004 í samstarfi við Fjarkennslu ehf , nú er í bígerð samstarf við sama aðila þar sem boðin er fjarkennsla á netinu undir slóðinni .

http://netkennsla.is/kennsluefni .

 

Félagmenn eru hvattir til þess að kynna sér það sem er í boði á síðunni Netkennsla.is , nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins eða með því að haf beint samband við Ólaf Kristjánsson hjá Netkennslu ehf í síma 4990271 og 8526948.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00