Alls var úthlutað 259.797 tonnum í þorskígildum talið og er það tæplega 2,8% aukning í magni frá 2008. Alls fengu 788 skip úthlutað aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar, þar af eru 456 skip í krókaaflamarkskerfinu. Þetta er 21 skipi fleira en á síðasta fiskveiðiári og er aukningin í fjölgun skipa í krókaaflmarki. Hæst hlutfall úthlutaðs aflamarks […]
Archive | Fréttir
Viðmiðunarverð á þorski og karfa hækkar
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 7. september 2009 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski um 5% og viðmiðunarverð á karfa um 10%. Verðhækkunin tók gildi 7. september.
Hækkun á fiskverði þann 1. maí 2009
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðri ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila um 10% frá 1. maí. Viðmiðunarverð á óslægðri ýsu hækkar um 17% og viðmiðunarverð á karfa hækkar um 13% frá sama tíma.
Hækkun fæðispeninga frá 1. júní 2009
Frá og með 1. júní 2009 hækka fæðispeningar hjá sjómönnum á fiskiskipum um 17,5%. Er þetta í samræmi við hækkun á matar og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs frá maí 2008 til maí 2009. Sjá nánar í kaupskrá sem gildir frá 1. júní 2009.
Breyting á fiskverði þann 1. júní 2009
Á fundi þann 28. maí síðastliðinn ákvað úrskurðanefnd sjómanna og útvegsmanna að hækka viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu og karfa í beinum viðskiptum um 10%. Hækkunin á framangreindum fisktegundum tekur gildi þann 1. júní 2009.
Frá og með 1. apríl 2009 lækkar viðmiðunarverð á þorski og ýsu en hækkar á karfa
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að lækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski í beinum viðskiptum um 12% frá og með 1. apríl. Viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu lækkar um 3% frá sama tíma. Viðmiðunarverð á karfa í beinum viðskiptum hækkar hins vegar um 10% frá og með 1. apríl.
Sturla GK 12 sigldi á Grimsby og seldi hluta aflans í dag
„Það eru einhver ár frá því íslenskt fiskiskip landaði þarna síðast,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, en skip félagsins, Sturla GK 12, seldi í dag 65 tonn af blönduðum afla á fiskmarkaði í Grimsby. Meðalverðið var 264 kr. á kíló. Að sögn Eiríks nam heildarverðmæti afla dagsins 17 milljónum króna. Þorskur fór […]
Viðmiðunarverð á þorski og ýsu lækkar frá 1. mars
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað að lækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski í beinum viðskiptum um 15% frá 1. mars. Frá sama tíma lækkar viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu í beinum viðskiptum um 10%. Viðmiðunarverð á karfa er hins vegar óbreytt.
Viðmiðunarverð á þorsi og ýsu lækkar frá 1. febrúar
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær, 2. febrúar, var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 10%. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var lækkað um 5%. Verð á karfa var ákveðið óbreytt. Verð þetta gildir frá og með […]
Atvinnumálanefnd ASÍ boðar til fundar
Atvinnumálanefnd ASÍ boðar til fundar um Evrópusambandsaðild og sjávarútveg fimmtudaginn 22. janúar kl. 13:00-16:00, fjórðu hæð Sætúni 1.