Fæðispeningar til sjómanna hækka um 7,2% frá og með 1. júní 2010
Archive | Fréttir
Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 komið út
Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 er komið út og hefur björgunarsveitarfólk frá Slysavarnadeildinni Þorbjörn boðið það til sölu líkt og undanfarin ár sem fjáröflun fyrir sitt starf. Blaðið er einnig í sölu á nokkrum útvöldum stöðum, verslunum, Sjómannastofunni Vör og Saltfisksetrinu fyrir þá sem að misst hafa af heimasölunni. Þá er blaðið í fyrsta skiptið í sölu […]
Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar frá 1. apríl 2010.
Samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hækkar viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski í viðskipum skyldra aðila um 7% frá og með 1. apríl 2010. Viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila hækkar um 10% frá sama tíma.
Áskorun LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VM til stjórnvalda: Eflum þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar
Landssamband íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sent frá sér sameiginlega áskorun til stjórnvalda um að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar þannig að hún fái sinnt því eftirlits- og öryggishlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum. Áskorunin er svohljóðandi: Áskorun LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VM til stjórnvalda: […]
Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum milli skyldra aðila. Verð á slægðum og óslægðum þorski hækkar um 9%, verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkar um 10% og verð á karfa hækkar um 5%. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2010.
Verð á ýsu hækkar
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu í beinum viðskiptum um 5%. Verðhækkunin tók gildi þann 7. janúar 2010.
Samkvæmt kjarasamningi, sem undirritaður var 17. desember 2008 verða kaupliðir frá 1. janúar 2010 se
Kauptrygging:Skipstjóri, I. stýrimaður og yfirvélstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 306.518Matsveinn, I. vélstjóri, vélavörður,II. stýrimaður, netamaður og bátsmaður . . . . . . . . . […]
Grindvíkingar mótmæla harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að sjómönnum
„ Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur mótmælir því harðlega að ríkisstjórnir Íslands skulu alltaf ráðast með lagasetningum á sjómenn. Engu skiptir hvort þeir eru að sækja rétt sinn til að ná kjarasamningum eða að halda kjörum sínum sem sjómannaafslátturinn er og hefur verið í meira en hálfa öld, en ekki er hróflað við ríkistryggðum lífeyrissjóði […]
Fjölmenni á jólaballi sjómanna
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hélt sitt árlega jólaball fyrir börn félagsmanna og velunnara félagsins á Sjómannastofunni Vör milli jóla og nýárs. Fjöldi barna og fullorðinna skemmtu sér konunglega enda komu þeir Stekkjastaur, Hurðaskellir og Kertasníkir í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð syngjandi og trallandi eins og þeirra er siður.
Afli og aflaverðmæti skipa Þorbjarnar hf. 2009
Á árinu 2009 lönduðu skip Þorbjarnar hf. 22.846 tonnum að verðmæti 5.191 milljónir kr. Afli frystitogara var 13.610 tonn. Afli línubáta var 9.236 tonn.