Félagið hefur nú bætt við glæsilegu orlofshúsi í Úthlíð í Biskupstungum , Gleðibunga. Gleðibunga ; húsið er 130 fm að stærð með fjórum herbergjum sem eru með baðherbergi , miðrými er glæsilega búið húsgögnum og á verönd er heitur pottur í garðskála.Húsið kom í útleigu 1.feb 2014 og verður í boði til 1.feb 2015. Frítt […]
Archive | Fréttir
Tilkynning
Samþykkt var á stjórnarfundi þann 17 janúar síðast liðinn að birta hér á vef SVG ábendingar og tilmæli enduskoðenda Ernst&Young á ársreikningum félagsins fyrir bókhaldsárin 2011/12 og 2012/13. Tilgangur þess er að upplýsa félagsmenn betur um stöðu og eftirmála þeirrar umræðu sem fram fór á aðalfundi SVG 28 desember 2012 og á aðalfundi félagsins 29 […]
Yfirlýsing
Viðar Geirsson gjaldkeri SVG hefur óskað eftir að láta af störfum í þágu félagsins , á meðan að skoðun um málefni hans fer fram. -Stjórn SVG
Tilvalið í Jólapakkann Veiðikortið 2014
Veiðikortið 2014 er að koma út á næstu dögum, þannig að það ætti að vera klárt í jólapakka félagsmanna. Tvö ný vötn bætast við og eitt dettur út. Verðið er óbreytt frá því í fyrra. SVG niðurgreiðir kortið til félagsmanna um 50% , hægt er að kaupa kortið á orlofsvef/miðasala á svg.is Það er ánægjulegt […]
Orlofshús félagsins.
Búið er að opna fyrir vetraleigutímabil í orlofshúsum félagsins , nú er hægt að bóka á orlofsvef félagsins frá 1 janúar fram að páskum og eftir páska til 1 maí.
Félagsmönnum boðinn forkaupsréttur
Orlofsnenfd SVG hefur í samráði við stjórn ákveðið að óska eftir tilboðum í sturtuklefa og baðkar sem sem voru í bústöðum félagsins . Um er að ræða stórann sturtuklefa og stórt baðkar frá Sturta.is (kína-klefi-baðkar) hvort tveggja er í góðu ástandi en þarfnast viðgerða. Tilboðum skal skila á skrifstofu félagsins , nánari upplýsingar í síma […]
Starf.is
Þann 3. September hóf STARF að vera með fasta viðveru hjá Sjómanna-og vélstjórafélagi Grindavíkur. Atvinnuráðgjafi verður fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 10.30-11.30 með viðveru og geta félagsmenn leitað sér upplýsinga og ráðgjafar varðandi starfsleit, atvinnuleysi og eins varðandi nám. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa þjónustu. . Með kveðju Guðbjörg […]
Viðverutími formanns á skrifstofu félagsins
Frá og með þriðjudeginum 24 september verður viðverutími Formanns Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur sem hér segir : þriðjudagur til fimmtudags frá 9-12
Sjómannadagsblað Grindavíkur 2013
Sjómannadagsblað Grindavíkur 2013 er nú komið út og er hægt að nálgast blaðið á skrifstofu félagsins . Einnig er nú hægt að kaupa blaðið á orlofsvef félagsins ,,Miðasala“ og bætist þá póstburðargjald við verðið Smellið hér til að fara á orlofsvefinn
ORLOFSHÚS SVG
Úr fréttabréfi sem kom út 14 maí 2013. Úthlutun í orlofshús félagsins er nú lokið , allar vikur tímabilsins gengu út. Talsverðar endurbætur fóru fram á húsum félagsins í vetur sem tókust mjög vel einnig var hluti búnaðar endurnýjaður , og nú eru komnar þvottavélar og uppþvottavélar í bæði hús. Eftirlitsmaður eigna mun sjá um […]