Að afloknum fundi Samninganefndar SSÍ sem lauk seinnipartinn í gær var haldið í Karphúsið , samkvæmt okkar manni þar var ekkert að frétta , viðræður munu eiga sér stað eftir hádegið hjá ríkissáttasemjara.
Að öllu óbreyttu mun vinnustöðvun hefjast á slaginu 23:00 í kvöld.
Stjórn SVG ítrekar skilaboð til skipsstjórnarmanna að sjá til þess að sú vinna sem eftir er miðast við að ljúka veiðiferð og sigla til heimahafnar.
Ekki er ætlast til þess að undirbúningur næstu veiðiferðar fari fram eða önnur verk sem ekki eru innan skynsamlegra verka til sjós.
stjórnin.