Í Grindavík voru teknir tólf Íslendigar og þrír Danir.
Herhlaupið í Grindavík 1627.
Fyrsta víkingaskipið kom til Grindsavíkur 20.dag júnimánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur, að dönsku kaupskipi, er þar lá, og létust víkingar vera hvalveiðimenn og báðust vista,en fengu ekki. Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og lét róa út í aðkomuskipið.Voru sendimenn þegar gripnir.Þessu næst greiddu víkingar atlögu,hremmdu kaupskipið og réðust til uppgöngu í kaupstaðinn. Flúði þá kaupmaður á land upp með öllum þeim, sem hjá honum voru í kaupmannshúsunum, en víkingar hófu að ræna búðirnar og byggðarlagið.
Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarsaðafólk, er féll í hendur víkingum. Engan drápu víkingar þó í Grindavík, og ekki hirtu þeir um að hafa þá á brott með sér, er lasburða voru og einskis verðir sem þrælar á markaði. Ári síðar voru nokkrir þeirra, sem herteknir voru komnir heim: Séra Ólafur Egilsson á Ofanleiti, Jaspar Kristjánsson,danskur maður úr Eyjum,og systkin tvö frá Járngerðarstöðum í Grindavík við þriðja mann.Jaspar var gefið frelsi af auðugum manni,er tók sér dóttur hans að frillu,hollenskur skipstjóri leysti Grindvíkingana út.