Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 10% hækkun á viðmiðunarverði á slægðum og óslægðum ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila. Jafnframt var ákveðið að viðmiðunarverð á karfa í viðskiptum milli skyldra aðila lækkaði um 5%. Verðákvarðanirnar gilda frá og með 1. nóvember 2011.