Einar Hannes og Siguður Sverrir skrifa undir
Á fjölmennun félagsfundi í gærkvöldi , bar formaður félagsins Einar Hannes Harðarson undir fundarmenn þær breytingar og áfanga sem náðust í viðræðum félagsins við S.F.S.
Var samþykkt að veita formanni og stjórn fullt umboð til þess að skrifa undir samning og fresta verkfalli frá og með kl 14:00 í dag , miðvikudaginn 16. nóv.
Samningurinn í heild sinni mun birtast hér á síðunni við fyrsta tækifæri.
Fundarmenn samþykktu einnig að kosning um samningana skuli vera rafræn.
kosningin mun fara fram á vefnum okkar svg.is , verður hún með sama hætti og kosningin um vinnustöðvunina í síðasta mánuði.
stjórnin