Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Útilegukortið kostar aðeins 14.900 krónur.
Ath! gistináttaskattur (100 kr. á gistieiningu fyrir hverja nótt) er ekki innifalinn í Útilegukortinu.