Tilvalið í Jólapakkann Veiðikortið 2014

veiðikortVeiðikortið 2014 er að koma út á næstu dögum, þannig að það ætti að vera klárt í jólapakka félagsmanna. Tvö ný vötn bætast við og eitt dettur út. Verðið er óbreytt frá því í fyrra.
SVG niðurgreiðir kortið til félagsmanna um 50% , hægt er að kaupa kortið á orlofsvef/miðasala á svg.is

Það er ánægjulegt að kynna að við bætum við tveimur vatnasvæðum, Gíslholtsvatni í Holtum og Vestmannsvatni í Suður-Þingeyjarsýslu. Sárlega hefur vantað vatn á suðurlandi þannig að Gíslholtsvatn þéttir hringinn.
Þingvallavatn II fyrir landi Ölfusvatns dettur út, en það er mjög lítið svæði sunnanmegin við vatnið.

Hér fyrir neðan er listinn yfir vatnasvæðin í Veiðikortinu 2014:

1
Arnarvatn á Melrakkasléttu
2
Baulárvallavatn á Snæfellsnesi
3
Elliðavatn
4
Gíslholtsvatn
5
Haugatjarnir í Skriðdal
6
Haukadalsvatn í Haukadal
7
Hítarvatn á Mýrum
8
Hólmavatn í Dölum
9
Hópið í Húnavatnssýslu
10
Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu
11
Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi
12
Hraunsfjörður á Snæfellsnesi
13
Kleifarvatn á Reykjanesskaga
14
Kleifarvatn í Breiðdal
15
Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
16
Langavatn í Borgarbyggð
17
Laxárvatn í Dölum
18
Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu
19
Meðalfellsvatn í Kjós
20
Mjóavatn í Breiðdal
21
Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð
22
Skriðuvatn í Suðurdal
23
Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði
24
Svínavatn í Húnavatnssýslu
25
Syðridalsvatn við Bolungavík
26
Sænautavatn á Jökuldalsheiði
27
Urriðavatn við Egilsstaði
28
Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn
29
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði
30
Vestmannsvatn í S-Þingeyjarsýslu
31
Vífilsstaðavatn í Garðabæ
32
Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur
33
Þingvallavatn – þjóðgarður
34
Þveit við Hornafjörð
35
Æðarvatn á Melrakkasléttu
36
Ölvesvatn – Vatnasvæði Selár

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00