Á fjölmennum fundi Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur þriðjudaginn 22/01/08 var nýgerður kjarasamningur á milli Landsambands smábátaeigenda annarsvegar, FFSÍ. Sjómannasambands Íslands og VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna hins vegar kynntur fyrir smábátsjómönnum. Á fundinn mættu um 40 sjómenn til að taka afstöðu til samnings. Formaður SSÍ Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson , ásamt stjórn S.V.G kynntu samninginn og svöruðu fyrirspurnum fundamanna. Sjómenn á smábátum hafa verið samningslausir og löngu orðið tímabært að semja um kaup og kjör fyrir heildina. Talsverður hluti smábátasjómanna eru félagar í S.V.G. en á fundinum gengu um 12 manns í félagið. Fundarmenn samþykktu samninginn með 28 atkvæðum en 5 voru á móti. Félag Smábátaeigenda á Suðurnesjum tekur samninginn til fundar laugardaginn 26 janúar.