Síldarsýkingin „dapurleg“ eftir uppbyggingu stofnsins

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á þingi Sjómannasambands Íslands þann, 4 des,síðastliðinn að það væri „dapurlegt að standa frammi fyrir þeirri óvissu sem sýking í síldinni hefði skapað“ eftir að hafa byggt upp síldarstofninn með einstaklega varkárri nýtingarstefnu á undanförnum árum.

„Eitt er auðvitað að standa frammi fyrir mjög umtalsverðu tekjutapi á þessari vertíð, sem virðist vera orðin óhagganleg staðreynd. Hitt er auðvitað miklu alvarlegra ef þessi sýking í síldinni skaðar stofninn sjálfan,” sagði ráðherra m.a. í ræðu sinni og hélt áfram:

„Þetta færir okkur heim sanninn um að veraldargengið er valt. Enginn mannlegur máttur ræður við óvissuna í íslenskum sjávarútvegi og slík hafa viðfangsefnin verið í gegnum tíðina. Það er ekki síst með skírskotun til þessa sem ég vil undirstrika nauðsyn þess að við stjórnmálamenn reynum að skapa sjávarútveginum og þar með starfsumhverfi sjómanna sem best öryggi, þannig að menn geti tekið sem skynsamlegastar ákvarðanir hverju sinni.“

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00