Samningurinn felldur með afgerandi meirihluta

Ný undirritaður kjarasamningur milli S.S.Í og S.F.S var kolfelldur þegar talið var uppúr kössunum í húsi ríkissáttasemjara í gær.

Rúmlega helmingur félagsmanna okkar greiddi atkvæði af þeim sem voru á kjörskrá, og ljóst má vera að skilaboðin eru skýr.

Ekki þarf að leggja pappíra af þessu tagi á borð sjómanna, stóru málin uppá borðið strax , verðmyndun á fiski ,í ljósi 30% lækkunar á árinu, Sjómannafslátt, fata og fæðispeninga sem stéttinni er bjóðandi og ekkert fikt með veikindaréttinn og sér-ráðningarsamninga ofl. í þeim dúr.

næstu skref , samninganefnd S.S.Í kemur saman í næstu viku.

 

stjórn S.V.G.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00