SAMKOMULAG UM UFSA

Sjómannasamband Íslands (SSÍ),

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ),

VM – Félag vélstjóra- og málmtæknimanna (VM), annars vegar

 

og

 

Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hins vegar

 

gera, með vísan til 2. mgr. 1. greinar laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og bókana um fiskverð í síðustu kjarasamningum SSÍ, FFSÍ, VM, og LÍÚ með sér eftirfarandi samkomulag um verð á ufsa þegar afla er ráðstafað til eigin vinnslu eða seldur til skylds aðila:

 

Aðilar eru sammála um að í júní 2010 skuli viðmið varðandi ufsa vera eftirfarandi:

 

Undirmál                                            50  kr/kg                                

Að  1,7 kg                                          97 kr/kg

1,7 kg – 3,5 kg                                   119 kr/kg

3,5 og stærri                                       131 kr/kg

 

Verð á óslægðum fiski skal vera 84% af verði slægðs fisks.

 

Ofangreint verð er miðað við að gæði fisksins séu f yrsta flokks með fullu gæðaálagi ef um það er að ræða.  

 

Aðilar eru sammála um að ofangreint verð skuli endurskoðað reglulega, a.m.k. mánaðarlega, og við verðbreytingar skal m.a. hafa hliðsjón af þróun afurðaverðs samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.  

 

Samkomulag þetta gildir frá 15. júní 2010 til 1. janúar 2011.

 

 

Reykjavík 7. júní 2010

 

f.h. Landssambands íslenskra útvegsmanna             f.h. Farmanna- og fiskimannasambands

                                                                                  Íslands

 

 

 

 

f.h. Sjómannasambands Íslands

 

 

 

 

f.h. VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00