Stofnmæling rækju á grunnslóð vestan- og norðanlands árið 2008
Nýlokið er haustkönnun Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjumiðunum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands. Helstu niðurstöður: Rækjustofninn í Arnarfirði virðist hafa náð sér verulega á strik og er lagt til að rækjuveiðar verði stundaðar þar nú í vetur og veidd verði 500 tonn. Á öðrum svæðum er of lítið rækjumagn og mikið af ungfiski einkum […]
Greiðsluerfiðleikar lántakenda lífeyrissjóðanna
1. Samræmd tilmæli Landssamtaka lífeyrissjóðaLandssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út samræmd tilmæli til aðildarsjóða sinna um það hvernig koma megi til móts við lántakendur í greiðsluerfiðleikum með lífeyrissjóðslán sín. Flestir sjóðanna hafa heimasíður sem geyma leiðbeiningar og upplýsingar til sjóðfélaga og þær síður er að finna HÉR. 2. Helstu úrræði í boðiÞví er beint til sjóðanna […]
Úrskurðarnefnd hækkar verð um 3%
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 3. nóvember, var ákveðið að hækka verð á slægðum þorski, slægðri og óslægðri ýsu svo og karfa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila, um 3% frá og með 3. nóvember.
Ertu að missa vinnuna eða fara í fæðingarorlof – Aðild að stéttarfélagi tryggir mikilvæg réttindi
Aðild að stéttarfélagi tryggir þér mikilvæg réttindi. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk […]

Verðbólgan náði nýjum hæðum í október
Verðbólga mældist 15,9% í október og hefur verðlag hækkað um 2,2% frá því í septembermánuði. Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur hér á landi síðan vorið 1990. Mest áhrif til hækkunar á verðlagi nú hefur hækkun á mat og drykkjarvörum um 4,3% á milli mánaða. Þar af hækkar verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum […]
Ísland sendir áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta
Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins staðfestir í samtali við Fiskifréttir, að ákveðið hafi verið að þekkjast boð um að senda áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta næsta árs. Fundurinn verður í London í næstu viku. Þetta kemur fram á vefsíðunni skip.is í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandi gefst kostur á að […]
Óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast
Ekki kemur í ljós fyrr en í fyrsta lagi í janúar hvort skerða þarf lífeyrissgreiðslur. Sjóðirnir hafa skilað góðri ávöxtun síðustu ár sem vegur á móti tapinu nú. fréttablaðið/anton Enn er óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast vegna taps sjóðanna. Það verður ekki ljóst fyrr en í tryggingafræðilegri úttekt sem Fjármálaeftirlitið vill að fari fram í […]
Aflahefti Fiskistofu 2007/2008 er komið út
Fiskistofa gefur út aflahefti að loknu hverju fiskveiðiári. Hefti fyrir síðasta fiskveiðiár er nýkomið út. Aflaheftið inniheldur uppgjör fiskveiðiársins. Aflinn borinn saman við aflaheimildir. Settar eru fram ýmsar upplýsingar um veiðarnar og viðskipti með aflaheimildir á nýliðnu fiskveiðiári með samanburði við nokkur síðustu fiskveiðiára.
Spurt og svarað Spurt og svarað í efnahagsþrengingunum
1. InngangurVaxandi erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og ágeng umræða um rekstrarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja hefur leitt til þess að fjöldi launafólks óttast nú um stöðu sína. Þá liggur fyrir að mörg fyrirtæki hafa að undanförnu verið að segja upp starfsfólki auk þess sem nokkuð hefur verið um stórar hópuppsagnir. Þessu upplýsingariti er ætlað að veita […]
Aflaverðmæti 54 milljarðar fyrstu 7 mánuði ársins 2008
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 samanborið við 52,2 milljarða á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í morgun. Aflaverðmæti hefur aukist um um 1,8 milljarða eða 3,4% á milli ára. Aflaverðmæti í júlí nam 8,7 milljörðum miðað við 5,7 milljarða í júlí 2007. […]