Nýr kjarasamningur sjómanna og útvegsmanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningurinn tekur annars vegar til Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Vestfjarða, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna og hins vegar Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að alltaf sé ánægjulegt að ljúka samningum, sem geti oft verið bæði erfiðir og tímafrekir. Hann segir vinnu við samningagerðina hafa gengið vel í haust og þakkar forystu sjómanna fyrir þeirra hlut í því að samningar náðust.
Forráðamenn aðildarsamtakanna sem stóðu að hinum nýgerða kjarasamningi ásamt ríkissáttasemjara rétt um það leyti er undirritun var að hefjast.
Samningana má nálgast með því að smella hér á eftir:
Samningur við Faramanna- og fiskimannasamband Íslands
Samingur við Sjómannasamband Íslands
Samningur við VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna
Samningur við Alþýðusamband Vestfjarða