Maður var veginn á Þórkötlustöðum í Grindavík 1562,Guðmundur Sigurðsson að nafni, og voru fjórir atvistarmenn. Bóndinn Ketill Ketilsson,kom út úr bæ sínum með atgeir á lofti,er menn hans komu skinnklæddir af sjó og lét kasta til þeirra vopnum.Hjó einn sjómanna til Guðmundar,en annar rotaði hann með steini.Fóru svo leikar að þeir gengu af Guðmundi dauðum.