Íslenskt launafólk er þeirrar gæfu aðnjótandi, að eiga og reka eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims. Skv. lögum ber okkur að greiða til lífeyrisjóðanna a.m.k.4% af launum gegn 8% mótframlagi atvinnurekanda eða alls 12%. Þessi framlög renna til samtryggingar. Fjölmargir greiða einnig viðbótarlífeyrissparnað 2-4% gegn 2% mótframlagi atvinnurekanda.
Vegna þeirra efnahagsörðugleika sem á hafa dunið er fyrirsjáanlegt að lífeyrissjóðir landsmanna munu rýrna og margir spyrja sig hvað verði um þau iðgjöld sem þessa dagana er verið að innheimta til lífeyrissjóðanna og hver sé staða þeirra almennt. Þessum spurningum og fleirum er leitast við að svara hér.
Iðgjöld til lífeyrissjóðanna – tapast þau og hver er staða lífeyrissjóðanna?
Október 2008 (1.útgáfa /14.10 2008)
2
Efnisyfirlit:
1. Inngangur ………………………………………………………………………………………………………………….3
2. Iðgjöld til viðbótarlífeyrissparnaðar. ……………………………………………………………………………….3
3. Lögbundin iðgjöld til lífeyrissjóða ……………………………………………………………………………………3
4. Staða lífeyrissjóðanna og skerðing réttinda ………………………………………………………………………3
Viðbótarlífeyrissparnaður …………………………………………………………………………………………………………. 3
Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði. ……………………………………………………………………………………. 4
3
1. Inngangur
Íslenskt launafólk er þeirrar gæfu aðnjótandi, að eiga og reka eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims. Skv.
lögum ber okkur að greiða til lífeyrisjóðanna a.m.k. 4% af launum gegn 8% mótframlagi atvinnurekanda
eða alls 12%. Þessi framlög renna til samtryggingar. Fjölmargir greiða einnig viðbótarlífeyrissparnað 2-4%
gegn 2% mótframlagi atvinnurekanda. Vegna þeirra efnahagsörðugleika sem á hafa dunið er
fyrirsjáanlegt að lífeyrissjóðir landsmanna munu rýrna og margir spyrja sig hvað verði um þau iðgjöld
sem þessa dagana er verið að innheimta til lífeyrissjóðanna og hver sé staða lífeyrissjóðanna almennt.
2. Iðgjöld til viðbótarlífeyrissparnaðar.
Samkvæmt upplýsingum lífeyrissjóðanna, er öllum innborgunum sem berast til lífeyrissjóða vegna
viðbótarlífeyrissparnaðarins eftir að fjármálamarkaðir lokuðu í byrjun október ráðstafað með öruggum
hætti og þannig að ávöxtun þeirra er tryggð m.a. þannig að þau njóti verndar skv. lögum nr. 98/1999 um
innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sbr. og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6.10 2008.
Þessi nýju iðgjöld munu því ekki sæta lækkun af völdum yfirstandandi efnahagsþrenginga. Það launafólk
sem gert hefur samninga um viðbótarlífeyrissparnað þarf því ekki að óttast um afdregin ný iðgjöld.
3. Lögbundin iðgjöld til lífeyrissjóða
Öllum nýjum lögbundnum 12% iðgjöldum til samtryggingar er ráðstafað í samræmi við ákvæði laga
129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða en þar segir að ávaxta skuli fé
sjóðanna með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og
áhættu. Þessi iðgjöld skapa ekki réttindi með sama hætti og iðgjöld til viðbótarlífeyrissparnaðar, sem er
séreign einstaklingsins. Í samtryggingunni eru allir fyrir einn og einn fyrir alla. Lífeyrissjóðir landsmanna
munu því taka á sig og dreifa á milli sjóðfélaga sinna, því áfalli sem kann að verða vegna
efnahagsþrenginganna en innborguð ný iðgjöld munu stuðla að því að styrkja lífeyrissréttindi allra
sjóðfélaga til lengri tíma. Tryggingafræðileg staða sjóðanna verður reiknuð út í byrjun næsta árs með
hliðsjón af stöðu sjóðanna um næstu áramót.
4. Staða lífeyrissjóðanna og skerðing réttinda
Viðbótarlífeyrissparnaður
Hvað varðar uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað, þá gaf forsætisráðherra þá yfirlýsingu þann 6.10 2008,
að hann yrði varinn. Efni þessarar yfirlýsingar hefur ekki verið lögfest og því erfitt að átta sig á því við
hvað nákvæmlega var átt, því séreignasparnaður landsmanna er af ýmsum toga og ávaxtaðir með
ýmsum hætti, t.d. í erlendum og innlendum hlutabréfum og, skuldabréfasjóðum. Í síðari yfirlýsingum
hefur verið úr þessari afdráttarlausu yfirlýsingu dregið. Í neyðarlögunum nr. 125/2008 er að finna
sérstakt ákvæði um innistæður ýmissa séreignasjóða og lífeyrissjóða hjá banka eða sparisjóði.
Samkvæmt neyðarlögunum eru þær tryggðar í Tryggingasjóði skv. lögum nr. 98/1999 um
innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, þrátt fyrir að vörsluaðili eða rekstrarfélag slíkra
sjóða sé viðkomandi banki eða sparisjóður. Þetta bætir stöðu séreignasparnaðarins nokkuð en líklegt er
að hann muni skerðast eitthvað.
4
Sumt af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna er síðan tryggt á sérstökum innlánsreikningum
(lífeyrisbókum) og ljóst að sá sparnaður mun varinn að fullu af Tryggingasjóði og yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar frá 6.10 2008 eins og aðrar inneignir í bankakerfinu. Loks mun
viðbótarlífeyrissparnaður varðveittur og ávaxtaður með sama hætti og eignasafn viðkomandi
samtryggingarlífeyrissjóðs og mun sá sparnaður því fylgja ávöxtun hans og er ekki tryggður í
Tryggingasjóði. Hins vegar munu ný iðgjöld ekki sæta skerðingu sbr. hér að ofan.
Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði.
Þrátt fyrir að einhver skerðing lífeyrisréttinda virðist nú vera óumflýjanleg ber að hafa í huga að staða
lífeyrissjóðanna er mjög sterk og ávöxtun þeirra undanfarin ár hefur verið mikil og miðað við
svartsýnustu spár verður staða þeirra eftir skerðingu ekki lakari en hún var um mitt ár 2005.
Í lok ágúst 2008 var staða þeirra þannig að um 9% af heildareignum lífeyrissjóðanna var í innlendum
hlutabréfum, um 10% í fyrirtækjabréfum, um 8% í skuldabréfum banka og um 9% í verðbréfasjóðum.
Þetta eru um 36% af heildareignum sjóðanna og ekki er að fullu ljóst hve mikið þessar eignir mun rýrna.
Aðrar eignir sjóðanna munu vel tryggðar. Að teknu tilliti til þess að fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru ekki
allar eins samsettar og að ekki eru komnar fram allar ráðstafanir stjórnvalda, gæti komið til þess að
eignarýrnun yrði á bilinu 10-25%.
Það þýðir hins vegar ekki að lífeyrir muni lækka um þetta sama hlutfall og raunar er ljóst að hann mun
lækka talsvert og mun minna. Hver lækkunin endanlega verður ræðst m.a. af aldurssamsetningu
sjóðfélaga og hve mikið af ávöxtun undanfarinna ára hefur verið tekin inn í hækkun lífeyrisréttinda. Sú
lækkun kemur þó aldrei til framkvæmda fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs. Hafa ber einnig í huga að
lækkun lífeyris frá lífeyrissjóðum getur í mörgum tilvikum hækkað bætur almannatrygginga.