Kröfur

Að undanförnu hefur olíuverð hækkað umtalsvert og í maí 2008 er viðmiðunarverð á olíu USD 980 á tonn. Olíuverðshækkunin hefur haft mikil áhrif á útgerðarkostnað og þar með raskað því hlutfalli tekna sem kemur í hlut áhafnar og útgerðar meira en búið verður við.Í ákveðnum tilvikum er svo komið að veiðar eru ekki aðbærar fyrir útgerð þó að áhöfn geti haft viðunandi tekjur.Kostnaður útgerðar vegna olíu hefur hækkað um á anna tug milljarða á tímabilinu.Ohjákvæmilegt er við þessar aðstæður að taka til enduskoðunar áhrif olíuverðs á hlutaskipti.

2. Kostnaður við slysatryggingar.2001 voru gerðar miklar breytingar á slysatryggingum sjómanna.Við breytingarnar var miðað við að aukinn kostnaður vegna þeirra næmi um 75.000 kr á hvern sjómann og að sjómenn bæru 1/3hluta þess kostnaðar,eða 25,200kr.Þessar forsendur hafa ekki staðist og hefur kostnaðarauki vegna hvers sjómanns orðið mun meiri.Hann nemur í flestum tilvikum hundruðum þúsunda króna og allt að 800.000 krónum þar sem hann er mestur. Kostnaðarhlutur sjómanna tekur hækkun samkvæmt hækkun kauptryggingar sem hefur hækkað um 39,45% á tímabilinu í kr.35.100. Nauðsynlegt er að taka slysatryggingar til endurskoðunar og færa kostnað vegna þeirra til þess horfs sem gengið var út frá 2001 að teknu tilliti til almennar veðhækkana frá þeim tima.

3.Slysa-og veikindakaup.Samið verði um að breytingar verði gerðar á greiðslum vegna veikinda og meiðsla sem ekki verða rakin til slysa við vinnu eða leið til eða frá vinnu þannig að kauptrygging greiðist fyrsta mánuðinn en síðan hlutur í allt að tvo mánuði.Trygging greiðist síðan ef við á.Aðilar fari þess á leit við stjórnvöld að þau beiti sér fyrir því að 1.mgr.36.greinar sjómannalaganr.35/1985 verðibreytt í þessa veru.

4.UM helgarfrí.Samið verði um að ákvæði kjarasamniga um helgafrí falli út en skipverjum verði tryggðir frídagar eftir nánara samkomulagi áhfnar og útgerðar.

5.Um hafnarfrí.Samið um að hafnarfrí megi taka í frítúrum á öllum veiðiskap.Sérstaklega verði fjallað um svonefdar millilandanir.Jafnframt falli niður sérákvæði um frí á uppsjávarskipum um páska og samið verði um styttingu á fríum á uppsjávarveiðum sem nú er frá og með 20.desember til og með 2.janúar.

6.Heimild til að ráða fleiri en einn skipverja í eina stöðu háseta í hverri veiðiferð.Staðfest verði í kjarasamingi heimild til að ráða tvo eða fleiri skipverja í ákveðin tima í eina stöðu háseta.

7.UM sektarákvæði.Samið verðium að sektaákvæði verði felld niður.

8.Kaup á aflamarki eða öðrum veiðiheimildum af erlendum aðilum.Samið verði um heimild útgerðar til að draga kostnað við kaup á aflamarki eða öðrum veiðiheimildum af erlendum aðilum frá óskiptu.Um er að ræða veiðiheimildir eins og þær sem okkur stendur til boða að kaupa af Rússum í Barentshafi.

9.Sérsamingar.Samið verði um að ákvæði kjarasamnings sem kveðu á um að sérsmnigar útgerðarmanns og áhafnar sem fara í bága við ákvæði kjarasamniga séu ógildir hafi viðkomandi félag sjómanna ekki samþykkt þá verði gagnkvæmt eða falli niður.

10.Ákvæði laga um  greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.
Samið verði um að beina þeim tilmælum til stjórnvalda að fella úr gildi II kafla laga nr.24/1986 um skiptaverð og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.Janaframt verði samið um greiðslur til samtaka sjómanna vegna þessa.

11.Aflaverðmæti jafnað yfir lengra tímabil en kauptryggingatímabil.Samið verði um jöfnun aflaverðmætis yfir leingra tímabil en kauptryggingartímabil.

12.Kostnaður vegna geimslu afurða.Samið verði um fyrirkomul samnigaútgerða og áhafnar um að fresta sölu afurða að kostnaður vegna þess dragist frá óskiptu geng áhafnar í hærra söluverði.

13.Endurhæfingarsjóður. Fjallað verði um mögulega aðild sjómanna og útvegsmanna að endurhæfingarsjóði sbr.yfirlýsingu Sa og ASÍ frá 17 febrúar 2008.

14.Frádráttur vegna álaga stjórnvalda.Samið verði um að álögur frá stjórvöldum s.s vegna veiðigjald,verði dregnar frá óskiptu.

15.Um aðstoð við matsvein.Samið verði um aðstoðarmann matsveins á frystitogurum.

16 Netamaður,lestarmaður eða aðstoðarmaður vaktformanns.Samið verði um að í stað þess að greiða netamanni aukahlut eins og fram gemur í grein 5.02.verði heimilt að greiða aukahlutinn til netamanns lestarmanns eða aðstoðarmanns vaktformanns.

17.Samnigar um uppgjör þegar skipi er lagt eða það  selt.Ákvæði um réttarstöðu útgerðar og áhafnar þegar skipi er lagt eða það selt verði tekið til endurskoðunar.

18.Frádráttur frá óskiptu vegna kaupa á búnaðar sem nýtist áhöfn.Samið verði um heimild til frádráttar frá óskiptu vegna kaupa á búnaði sem nýtist áhöfn s.s.vegna bættra fjarskipta.

19.Greiðslurtil fastráðinna manna þegar skip er frá veiðum.Fjallað verði um greiðslur þegar skip er frá veiðum og fastráðnir menn eru fleiri en fjöldi í áhöfn hverju sinni.

20.Skiptakjöroguppgjörsaðferðir.Farið verði yfirskiptakjör,fikverðákvarðanir,
uppgjörsaðferðir varðandi einstakar veiðigreinar.

21.Samningar á Austfjörðum og Vestfjörðum.Samið verði um að sömu samningar gildi á öllu landinu.

22.Áskilnaður.Áskilinn er réttur til að leggja fram kröfur um önnur atriði.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00