1. Samræmd tilmæli Landssamtaka lífeyrissjóða
Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út samræmd tilmæli til aðildarsjóða sinna um það hvernig koma megi til móts við lántakendur í greiðsluerfiðleikum með lífeyrissjóðslán sín. Flestir sjóðanna hafa heimasíður sem geyma leiðbeiningar og upplýsingar til sjóðfélaga og þær síður er að finna HÉR.
2. Helstu úrræði í boði
Því er beint til sjóðanna að þeir beiti m.a. eftirfarandi úrræðum:
Frysting lána
Bjóði upp á 6-12 mánaða „frystingu“ lífeyrissjóðslána þ.e. tímabundna ívilnum með breytingu á lánaskilmálum.
Skilmálabreyting
Þeir verði áfram sveigjanlegir gagnvart þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og bjóði upp á breytta lánaskilmála hér eftir sem hingað til. Í því getur falist:
- Að vanskil verði lögð við höfuðstól.
- Lánstími verði lengdur í allt að 40 ár frá útgáfu skuldabréfsins.
- Gjalddögum verði fækkað eða fjölgað (sumir lífeyrissjóðir leyfa ekki færri en fjóra gjalddaga á ári en aðrir leyfa allt niður í tvo gjalddaga á ári).
- Veittur verði greiðslufrestir ( innheimtuaðgerðir frestast en dráttarvextir falla á skuld sem gjaldfellur).
- Heimiluð verði tímabundin skipting vaxta- og höfuðstólsgreiðslna. Taka ber þó fram að sumir lífeyrissjóðir hafa hingað til ekki heimilað þetta.
Öll þessi úrræði eru þess eðlis að útbúa þarf skilmálabreytingu og þinglýsa henni. Samþykki síðari veðhafa er krafist ef skilmálabreyting getur haft áhrif á rétt hans. Stimpilgjald fellur aðeins á þegar vanskil eru lögð við höfuðstól. Ef fallist er á að leggja vanskil við höfuðstól þarf að gæta að veðmörkum þannig að reynt sé að virða 65-75% veðmörk. Þetta þarf að hafa í huga þegar verið er að veita greiðslufresti og vanskil safnast upp.
Samráð við Ráðgjafarstofu
Taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og beini því til sjóðfélaga í greiðsluvandræðum að leita til hennar eftir aðstoð til að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvaða sé til ráða.
Miðlun upplýsinga og leiðbeiningar
Því er beit til sjóðanna að þeir auki upplýsingamiðlun gagnvart þeim sem lenda í vanskilum eða eru sjálfir að kanna möguleika sína til að komast hjá vanskilum. Það megi gera með því að:
- Birta aðgengilegar upplýsingar og skýringar á heimasíðu lífeyrissjóða þar sem gerð er grein fyrir mismunandi skilmálabreytingum.
- Efla reiknivélar á heimasíðum sjóðanna þannig að fólk geti metið betur hvaða áhrif skilmálabreyting hefur á greiðsluflæði skuldabréfs í framtíðinni.
- Að þeir horfi til stærri hóps en þess sem þegar er kominn í verulegan greiðsluvanda.
3. Hverjir skuli einkum eiga rétt á aðstoð
- Eins og fyrr segir er um tilmæli að ræða frá Landssamtökum lífeyrissjóða en sá hópur sem sérstakur starfshópur á vegum samtakanna telur að ætti einkum að eiga rétt á aðstoð er eftirfarandi:
- Þeir sem sjá fram á mikla kjaraskerðingu, til dæmis vegna atvinnuleysis eða tekjusamdráttar fjölskyldunnar. Tekjusamdrátturinn getur verið tímabundinn eða varanlegur.
- Eru þegar komnir í greiðsluvanda, til dæmis vegna þess að afborganir gjaldeyrislána hækka gríðarlega mikið.
- Sitja uppi með tvær fasteignir og há lán vegna þess.
- Eru komnir eru í verulegan greiðsluvanda. Þetta á til dæmis við um þá sem hafa ítrekað lent í vanskilum síðustu misserin en sjá að við breyttar efnahagsaðstæður geta þeir ekki lengur unnið úr vandanum án utanaðkomandi aðgerða og aðstoðar.
- Þeir sem missa húsnæðið á nauðungarsölu en rætt var á vettvangi starfshópsins hvort lífeyrissjóðir ættu að leita eftir heimild til að leigja fólki í slíkri stöðu húsnæðið þannig að heimilishaldinu yrði sem minnst raskað. Slík heimild er ekki til staðar nú.
1. Samræmd tilmæli Landssamtaka lífeyrissjóða
Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út samræmd tilmæli til aðildarsjóða sinna um það hvernig koma megi til móts við lántakendur í greiðsluerfiðleikum með lífeyrissjóðslán sín. Flestir sjóðanna hafa heimasíður sem geyma leiðbeiningar og upplýsingar til sjóðfélaga og þær síður er að finna HÉR.
2. Helstu úrræði í boði
Því er beint til sjóðanna að þeir beiti m.a. eftirfarandi úrræðum:
Frysting lána
Bjóði upp á 6-12 mánaða „frystingu“ lífeyrissjóðslána þ.e. tímabundna ívilnum með breytingu á lánaskilmálum.
Skilmálabreyting
Þeir verði áfram sveigjanlegir gagnvart þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og bjóði upp á breytta lánaskilmála hér eftir sem hingað til. Í því getur falist:
· Að vanskil verði lögð við höfuðstól.
· Lánstími verði lengdur í allt að 40 ár frá útgáfu skuldabréfsins.
· Gjalddögum verði fækkað eða fjölgað (sumir lífeyrissjóðir leyfa ekki færri en fjóra gjalddaga á ári en aðrir leyfa allt niður í tvo gjalddaga á ári).
· Veittur verði greiðslufrestir ( innheimtuaðgerðir frestast en dráttarvextir falla á skuld sem gjaldfellur).
· Heimiluð verði tímabundin skipting vaxta- og höfuðstólsgreiðslna. Taka ber þó fram að sumir lífeyrissjóðir hafa hingað til ekki heimilað þetta.
Öll þessi úrræði eru þess eðlis að útbúa þarf skilmálabreytingu og þinglýsa henni. Samþykki síðari veðhafa er krafist ef skilmálabreyting getur haft áhrif á rétt hans. Stimpilgjald fellur aðeins á þegar vanskil eru lögð við höfuðstól. Ef fallist er á að leggja vanskil við höfuðstól þarf að gæta að veðmörkum þannig að reynt sé að virða 65-75% veðmörk. Þetta þarf að hafa í huga þegar verið er að veita greiðslufresti og vanskil safnast upp.
Samráð við Ráðgjafarstofu
Taki upp nánara samstarf við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og beini því til sjóðfélaga í greiðsluvandræðum að leita til hennar eftir aðstoð til að fá heildstæða mynd af stöðu sinni og hvaða sé til ráða.
Miðlun upplýsinga og leiðbeiningar
Því er beit til sjóðanna að þeir auki upplýsingamiðlun gagnvart þeim sem lenda í vanskilum eða eru sjálfir að kanna möguleika sína til að komast hjá vanskilum. Það megi gera með því að
o birta aðgengilegar upplýsingar og skýringar á heimasíðu lífeyrissjóða þar sem gerð er grein fyrir mismunandi skilmálabreytingum.
o efla reiknivélar á heimasíðum sjóðanna þannig að fólk geti metið betur hvaða áhrif skilmálabreyting hefur á greiðsluflæði skuldabréfs í framtíðinni.
o Að þeir horfi til stærri hóps en þess sem þegar er kominn í verulegan greiðsluvanda.
3. Hverjir skuli einkum eiga rétt á aðstoð
Eins og fyrr segir er um tilmæli að ræða frá Landssamtökum lífeyrissjóða en sá hópur sem sérstakur starfshópur á vegum samtakanna telur að ætti einkum að eiga rétt á aðstoð er eftirfarandi:
· Þeir sem sjá fram á mikla kjaraskerðingu, til dæmis vegna atvinnuleysis eða tekjusamdráttar fjölskyldunnar. Tekjusamdrátturinn getur verið tímabundinn eða varanlegur.
· Eru þegar komnir í greiðsluvanda, til dæmis vegna þess að afborganir gjaldeyrislána hækka gríðarlega mikið.
· Sitja uppi með tvær fasteignir og há lán vegna þess.
· Eru komnir eru í verulegan greiðsluvanda. Þetta á til dæmis við um þá sem hafa ítrekað lent í vanskilum síðustu misserin en sjá að við breyttar efnahagsaðstæður geta þeir ekki lengur unnið úr vandanum án utanaðkomandi aðgerða og aðstoðar.
· Þeir sem missa húsnæðið á nauðungarsölu en rætt var á vettvangi starfshópsins hvort lífeyrissjóðir ættu að leita eftir heimild til að leigja fólki í slíkri stöðu húsnæðið þannig að heimilishaldinu yrði sem minnst raskað. Slík heimild er ekki til staðar nú.