Góð veiði Þerneyjar á nýopnuðu karfahólfi

Frystitogarinn Þerney RE 101 kom til hafnar í Reykjavík á þriðjudagsmorgun með um 410 tonn af frystum afurðum eftir mánaðarlangt úthald. Uppistaða aflans var karfi sem veiddur var á karfahólfi út af Víkurál sem verið var að opna eftir áralanga lokun. Þetta kemur fram á vefsíðu HB Granda.

„Aflinn var um tvö tonn á togtímann til að byrja með og allt var þetta stór og fallega rauður djúpkarfi sem hentar einstaklega fyrir Japansmarkaðinn,“ segir Ægir Fransson, sem var skipstjóri í veiðiferðinni.  „Aflabrögðin þarna smellpössuðu fyrir vinnsluna, 25 til 30 tonn á sólarhring er mjög fínn afli fyrir okkur.“

Að sögn Ægis er ástæðan fyrir því að veiðar hafa verið heimilaðar að nýju innan nokkurra reglugerðarhólfa á Vestfjarðamiðum sú að hitastig sjávar hefur hækkað og smáfiskurinn, sem áður var algengur á þessum slóðum, hefur fært sig annað

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00