Gistimiðar

Gistimiðar eru orlofsmiðar sem félagsmenn Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur geta nýtt sér á Fosshótelunum um land allt.Félagsmenn kaupa hjá okkur gistimiða og kostar hann 6 þúsund kr, og gildir hann fyrir eina nótt á öllum Fosshótelum í tveggja manna herbergi með baði, og morgunverður er innifalinn . Verð á aukarúmi ásamt morgunverði er 5.000 krónur. Eitt barn undir 12 ára fær frítt í herbergi með foreldri. Ráðlagt er að bóka með fyrirvara, sérstaklega í júní, júlí og ágúst. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða. A.T.H Í júní, júlí og ágúst skal greiða með tveimur gistimiðum fyrir eina nótt á öllum Fosshótelum

   Bókanir berist í síma á viðkomandi hótel eða á aðalskrifstofu Fosshótela 562 4000. Athugið ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu ef greiða á með gistimiða.

Bókanir má einnig senda á netfangið bokun@fosshotel.is og tekið skal fram að greitt sé með gistimiða..

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00