Orlofsmál. Um mitt sumar var gengið frá kaupum á íbúð á Tenerife, Hótelið sem íbúðin okkar er í heitir Compostela Beach Golf Club 2, hún er staðsett við hliðina á hóteli sem heitir Marylanza.
Á móti hótelinu er stór matvörumarkaður
Íbúðin er með gistirými fyrir 8 manns allt er til alls í íbúðinni
Inní leigunni eru loka þrif , íbúðin er komin á vefinn , opnað verður fyrir umsóknir um næstu mánaðarmót.
Á orlofsvef félagsins er að finna afsláttarkort frá 66’N einnig er rétt að benda félagsmönnum á afsláttarsamning milli SVG og Hampiðjunar/VOOT þar sem er að finna góðan afslátt á vörum og 40% á vinnu og sjófatnaði.
Orlofsnefnd vill ítreka !!!
Að það þarf að þrífa og skúra eftir helgardvöl eða 2ja daga dvöl jafnt sem viku dvöl. Það er óvenju mikið um það að fólk renni ekki yfir og skúri þetta haustið og það er alveg óboðlegt. Fólki finnst það ekki þurfa að skúra ef það er einungis í 2 nætur .
Kjaramál. Kjaraviðræðum var slitið í September og er skemmst frá því að segja að SFS /útgerðarmenn gáfu ekkert eftir af sínum kröfum og útilokuðu með öllu að umræðu grundvöllur væri til staðar.