Fréttabréf Febrúar 2014

Félagið hefur nú bætt við glæsilegu orlofshúsi í Úthlíð í Biskupstungum , Gleðibunga.

Gleðibunga ; húsið er 130 fm að stærð með fjórum herbergjum  sem eru með baðherbergi , miðrými er glæsilega búið húsgögnum  og á verönd er heitur pottur í garðskála.Húsið kom í útleigu 1.feb 2014 og verður í boði til 1.feb 2015.

Frítt er fyrir fjóra gesti í golf og 50% afsláttur er á 10 miða sundkort , mjög góð þjónustumiðstöð er í 500 metra fjarlægð .

Nánari upplýsingar er að finna á orlofsvef SVG.

Vesturbrún og Syðri Brú ;  Góð nýting hefur verið í vetrarleigu húsanna og eru félagsmenn hvattir til að huga að  bókun í tíma.

Flatskjár er nú kominn í Vesturbrún.

Orlofsnefnd vinnur að því að bjóða félagsmönnum orlofshús/íbúð á Akureyri og verður það tilkynnt á svg

.is og orlofsvef félagsins þegar/ef að því kemur.

Orlofsvefur SVG — Frímann.

Miðasala; nú er þar í boði veiðikortið 2014 og við bætast fyrir sumarið útilegukortið  , sund og safnakortið , golfkortið o.f.l. Einnig eru þar í boði Hótelmiðar í Fosshótel, Icelandair , Kea , o.f.l

Afslættir ; Fjölmörg fyrirtæki bjóða félagsmönnum afslátt af vörum eða þjónustu , nóg er að prenta út viðkomandi miða.

        Styrktar og sjúkrasjóður

Breyting á reglum Styrktar og sjúkrasjóðs ;

Frá og með 1 janúar 2014 verður hámark greiðslna vegna tíma í sjúkraþjálfun og meðferð hjá kýrópraktor eða öðrum nuddara breytt úr 20 tímum á ári í hámarksgreiðslu 120.000.– á ári.

Aðrar breytingar sem orðið hafa á úthlutunar reglum sjóðsins verða uppfærðar  og kynntar á vef félagsins svg.is

Sjómenn munið að sjómennt styrkir ýmiskonar námskeið svo sem, meirapróf  vinnuvélanámskeið og margt fleira,hámarks styrkur sem Sjómennt veitir til einstaklings er 60,000 á ári

fyrir hvern félagsmann.Aldrei er þó greitt meira en sem nemur

75%af námskeiðskostnaði. Þá er  meiraprófið 100,000

Sjómenn kynnið ykkur sjómennt.is

Úthlutun orlofshúsa SVG 2014

 

Orlofsnefnd SVG ákvað sérstaka úthlutun um páska 2014.  Hægt er að sækja um dagana 15/4 til 22/4 og kostar tímabilið 30.000.-..kr. Í Vesturbrún og Syðri Brú , en í Úthlíð kostar tímabilið 35.000.-  Úthlutun fer fram 25 mars.  26 punkta þarf í úthlutun

Sumarúthlutun orlofshúsa 2014.

Á orlofsvef  SVG er nú hægt að bóka vikuleigu í orlofshúsum félagsins, tímabilið frá og með 1 júní til 31 ágúst.  Á vefnum er tímabilið litað  með bláum lit og fer pöntun sjálkrafa fram þegar félagsmaður hefur valið sér tímabil og staðfest með bókun.

Úthlutun fer fram í síðustu viku apríl.

Sérstakar reglur eru í gildi varðandi gæludýr, upplýsingar á skrifstofu félagsins .

Allar bókanir og greiðslur á orlofshúsum félagsins fara fram á orlofsvef svg.is.

Athugið að eftir að greiðsla hefur átt sér stað fær viðkomandi tölvupóst með staðfestingu og upplýsingum um staðsetningu húsa og einnig hvar á að nálgast lykil.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00