Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað á fundi þann 2. nóvember síðastliðinn að hækka viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum skyldra aðila. Slægður og óslægður þorskur hækkar um 15%, slægð og óslægð ýsa hækkar um 15% og karfi hækkar um 10%. Verðhækkunin tekur gildi 2. nóvember 2009.