Sjómenn hefja verkfall kl. 20 í kvöld.
Hjá Sjómanna og Vélstjórafélagi Grindavíkur voru 654 á kjörskrá og kusu rúmlega 50% félagsmanna.
90 % sögðu nei og felldu þar með Samninginn , kl 20:00 í kvöld skulu veiðarfæri vera komin á dekk !!
stjórnin.
Talningu atkvæða um nýjan kjarasamning sjómanna við útgerðir lauk nú á hádegi.
Hjá Sjómannasambandi Íslands voru 177 sem samþykktu, 4 skiluðu auðu og nei sögðu 562 manns. Samningurinn var því felldur með 76% greiddra atkvæða.
Samkvæmt því sem fram kemur á Facebook-síðu Sjómannasambands Íslands hefst því verkfall í kvöld kl. 20 og skal þá öllum veiðum hætt hjá félagsmönnum sambandsins.
Hjá Sjómannafélagi Íslands var niðurstaðan enn meira afgerandi, en þar var samningurinn felldur með 86% greiddra atkvæða.