Aðild að stéttarfélagi tryggir þér mikilvæg réttindi.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki.
Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk margs annars.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir þú út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum. Með því að greiða ekki félagsgjald tapast mikilvæg réttindi.
Fáðu frekari upplýsingar um þjónustu og réttindi hjá þín stéttarfélagi.
Þú tryggir ekki eftir á.