SVG hefur borist í gegnum tíðina, fyrispurnir um skiftingu eða samning milli hjóna og þær reglur sem um slíkt gilda, rétt er að taka fram að skifting á einungis við um ellilífeyrisréttindi.
Ganga þarf frá slíku samkomulagi fyrir 65 ára aldur.
Reglur Gildis eru ekki frábrugðnar öðrum sjóðum. Heimild til skiptingar ellilífeyrisréttinda milli hjóna er ákvæði í lögum. Skiptinginn er ekki á vegum sjóðsins heldur liggur hún hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Það þarf að gera um það samning og getur skiptinginn að náð til 50% lífeyrisréttinda þess sem fólk hefur áunnið sér á meðan sambúð eða hjónaband hefur varað. Skiptingin er gagnkvæm. Hægt er að gera slíka skiptingu aftur í tímann út frá fyrrgreindu ákvæði og eins til framtíðar.
Það þarf að skila inn samningi um skiptingu , hjúskaparvottorði frá þjóðskrá og heilbrigðisvottorði hvors aðila fyrir sig. Trúnaðarlæknir fer svo yfir það að ekki séu skertar lífslíkur og staðfestir við sjóðinn/LL sem síðan gefur út heimild til skiptingar til allra sjóða er viðkomandi hjón hafa greitt til meðan á búskap þeirra hafur staðið.
Eyðublöð má nálgast á vef LL:
https://www.lifeyrismal.is/is/spurt-og-svarad/skipting-ellilifeyrisrettinda