Archive | Fréttir

Kynning á Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna

Markmið þessarar kynningar er að skýra útgerðum og áhöfnum skipa frá starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndar sjómanna, hlutverki þeirra og efni laga nr. 13/1998 sem mynda lagagrundvöll starfseminnar. Jafnframt á hún að upplýsa útgerð og áhöfn um réttindi og skyldur þeirra samkvæmt sömu lögum. Þar af leiðandi óskar Verðlagsstofa eftir að útgerð komi þessu bréfi […]

Continue Reading

Innan ESB hefðum við hent milljarðaverðmætum í sjóinn

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir gagnrýni fulltrúa Evrópusambandsins á makrílveiðar Íslendinga í eigin lögsögu beinlínis hjákátlega. Gagnrýnin kom fram á fundi strandríkja í London í síðustu viku, þar sem heildarmakrílkvótinn í NA-Atlantshafi á næsta ári var ákveðinn 625.000 tonn að sögn norska blaðsins Fiskaren. „Evrópusambandið skikkar sjómenn sína til að henda fiski í sjóinn,“ […]

Continue Reading

Arnarfjarðarrækja – Ákveðið aflamark fiskveiðiársins 2008/2009

Með reglugerð 1005/2008 hefur Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið breytt reglugerð nr. 742/2008, um veiðar í atvinnuskyni á fiskveiðiárinu 2008/2009, á þann hátt að leyfilegt er að veiða 500 lestir af Arnarfjarðarrækju á yfirstandandi fiskveiðiári. Fiskistofa hefur úthlutað þessu aflamarki til skipa á grundvelli aflahlutdeilda í tegundinni. Úthlutunina má sjá hér.

Continue Reading

Stofnmæling rækju á grunnslóð vestan- og norðanlands árið 2008

Nýlokið er haustkönnun Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjumiðunum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands. Helstu niðurstöður: Rækjustofninn í Arnarfirði virðist hafa náð sér verulega á strik og er lagt til að rækjuveiðar verði stundaðar þar nú í vetur og veidd verði 500 tonn. Á öðrum svæðum er of lítið rækjumagn og mikið af ungfiski einkum […]

Continue Reading

Greiðsluerfiðleikar lántakenda lífeyrissjóðanna

1. Samræmd tilmæli Landssamtaka lífeyrissjóðaLandssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út samræmd tilmæli til aðildarsjóða sinna um það hvernig koma megi til móts við lántakendur í greiðsluerfiðleikum með lífeyrissjóðslán sín. Flestir sjóðanna hafa heimasíður sem geyma leiðbeiningar og upplýsingar til sjóðfélaga og þær síður er að finna HÉR. 2. Helstu úrræði í boðiÞví er beint til sjóðanna […]

Continue Reading

Úrskurðarnefnd hækkar verð um 3%

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 3. nóvember, var ákveðið að hækka verð á slægðum þorski, slægðri og óslægðri ýsu svo og karfa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila, um 3% frá og með 3. nóvember.

Continue Reading

Ertu að missa vinnuna eða fara í fæðingarorlof – Aðild að stéttarfélagi tryggir mikilvæg réttindi

Aðild að stéttarfélagi tryggir þér mikilvæg réttindi. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem  réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk […]

Continue Reading
a522a6005d1cb428ea34ef1769cd7452

Verðbólgan náði nýjum hæðum í október

Verðbólga mældist 15,9% í október og hefur verðlag hækkað um 2,2% frá því í septembermánuði. Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur hér á landi síðan vorið 1990. Mest áhrif til hækkunar á verðlagi nú hefur hækkun á mat og drykkjarvörum um 4,3% á milli mánaða. Þar af hækkar verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum […]

Continue Reading

Ísland sendir áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta

Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins staðfestir í samtali við Fiskifréttir, að ákveðið hafi verið að þekkjast boð um að senda áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta næsta árs. Fundurinn verður í London í næstu viku. Þetta kemur fram á vefsíðunni skip.is í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandi gefst kostur á að […]

Continue Reading

Óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast

Ekki kemur í ljós fyrr en í fyrsta lagi í janúar hvort skerða þarf lífeyrissgreiðslur. Sjóðirnir hafa skilað góðri ávöxtun síðustu ár sem vegur á móti tapinu nú. fréttablaðið/anton Enn er óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast vegna taps sjóðanna. Það verður ekki ljóst fyrr en í tryggingafræðilegri úttekt sem Fjármálaeftirlitið vill að fari fram í […]

Continue Reading

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00