Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 1. desember var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski um 9%, á slægðri og óslægðri ýsu um 10% og á karfa um 15%. Hækkunin tekur gildi þann 1. desember.
Archive | Fréttir
Samtök atvinnulífsins og aðild að Evrópusambandinu
Eftirfarandi bréf var sent út til félagsmanna LÍÚ og SF fyrir stundu: Til félagsmanna LÍÚ og SF. Frá því að Samtök atvinnulífsins voru stofnuð hefur það legið fyrir að samtökin beiti sér ekki í málefnum sem ganga gegn grundvallarhagsmunun einstakra aðildarsamtaka. Þess vegna hafa Samtök afvinnulífsins ekki tekið afstöðu með eða á móti inngöngu Íslands […]
NEAFC: Ekkert samkomulag um úthafskarfa á Reykjaneshrygg
Ekki náðist samkomulag um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á 27. ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, sem lauk í London á föstudag. Ákveðið var að fresta viðræðum fram í febrúar og veiðar eru óheimilar til 1. apríl. Á vefsíðu LÍÚ hafði áður verið greint frá ákvörðunum varðandi kolmunna, sem samþykktar voru á fundinum. Tillögur um kvóta […]
Norðmenn krefjast banns við brottkasti ESB skipa
Norðmenn vilja binda enda á allt brottkast afla sem veiddur er innan norskrar lögsögu. Fiskiskip, sem gerð eru út frá Evrópusambandslöndum og veitt hafa við Noreg, hafa sniðgengið bann Norðmanna við brottkasti með því að sigla út úr lögsögunni áður en aflanum er kastað fyrir borð. Norska landhelgisgæslan náði á sínum tíma myndum af skoskum […]
Rekstrarerfiðleikar og réttarstaða launafólks
1. InngangurVaxandi erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og ágeng umræða um rekstrarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja hefur leitt til þess að fjöldi launafólks óttast nú um stöðu sína. Þá liggur fyrir að mörg fyrirtæki hafa að undanförnu verið að segja upp starfsfólki auk þess sem nokkuð hefur verið um stórar hópuppsagnir. Gera má því ráð fyrir auknu […]
Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar
Hlutastörf og hlutabæturMikil óvissa ríkir um stöðu og þróun á vinnumarkaði á næstu vikum og mánuðum. Þegar er farið að gæta verulegs samdráttar í atvinnulífinu og hafa mörg fyrirtæki nú þegar dregið úr starfsemi eða jafnvel hætt starfsemi. Jafnframt hefur dregið úr yfirvinnu og fjölmörg fyrirtæki undirbúa eða hafa þegar sagt upp hluta starfsmanna sinna. […]
Iðgjöld til lífeyrissjóðanna
1. InngangurÍslenskt launafólk er þeirrar gæfu aðnjótandi, að eiga og reka eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims. Skv. lögum ber okkur að greiða til lífeyrisjóðanna a.m.k. 4% af launum gegn 8% mótframlagi atvinnurekanda eða alls 12%. Þessi framlög renna til samtryggingar. Fjölmargir greiða einnig viðbótarlífeyrissparnað 2-4% gegn 2% mótframlagi atvinnurekanda. Vegna þeirra efnahagsörðugleika sem á hafa dunið […]
Olíuverð lækkar enn
Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert á heimsmarkaði í morgun. Hefur verðið á svonefndri Brent Norðursjávarolíu lækkað í 54,37 dali tunnan á markaði í Lundúnum og ekki verið lægra frá því í ársbyrjun 2007. Er ástæðan sögð sú að miðlarar búast við minnkandi eftirspurn vegna efnahagssamdráttar. Í New York var verð á hráolíu, sem afhent […]
Auðlindin snýr aftur á RÚV
Þátturinn Auðlindin á RÚV, sem á sínum tíma fjallaði um sjávarúvegsmál, hefur göngu sína á ný á morgun, miðvikudaginn 12. nóvember. Þátturinn verður á samtengdum rásum ríkisútvarpsins alla virka daga kl. 18.15 í kjölfar styttri kvöldfréttatíma. Umsjónarmenn þáttarins verða þeir Karl Eskil Pálsson og Þórhallur Jósepsson. Þórhallur segir í stuttu spjalli við vefsíðu LÍÚ, að […]
Henda sjö milljarða króna aflaverðmæti vegna ESB reglna
Skoskir sjómenn neyðast til þess að að henda árlega fiski fyrir allt að 7 milljarða króna (40 milljónir punda). Þetta kom fram á ráðstefnu sem skosk stjórnvöld héldu í Edinborg 25/09/2008. Allt að einni milljón tonna af fiski er hent í Norðursjónum árlega vegna ESB reglna. Þetta þýðir með öðrum orðum að fyrir hvern þorsk […]