Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, í stað 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið.” Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í tilkynningunni segir einnig: „Með þessari ákvörðun […]
Archive | Fréttir
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lokið
Lokið er talningu úr atkvæðagreiðslu aðildarfélaga SSÍ um kjarasamninginn sem gerður var 17. desember síðastliðinn milli SSÍ og LÍÚ. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var frekar dræm. Alls kusu 388 sjómenn um samninginn, en á kjörskrá voru 1971 sjómaður. Athvæði féllu þannag að já sögðu 329 eða 84,8% af þeim sem kusu. Nei sögðu 45 eða 11,6%. […]
Aðalfundur
Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur var haldinn í gær mánudaginn 29 desember á Sjómannastofunni Vör . Á fundinn mættu Aðalsteinn Leifsson Lektor við HR sem flutti erindi um ESB og Sævar Gunnarsson formaður SSÍ sem fjallaði um nýgerðan kjarasamning á milli LÍÚ og SSÍ.Á milli 40 og50 manns sóttu fundinn.Kosning um kjarasamninginn stendur til 06/01/09 og er […]
Sjá kaupskrá frá 1. janúar 2009
Hækkun kauptryggingar……………………….. 31.500 Hækkun kaupliða………………………………… 5,50% Hækkun fæðispeninga…………………………. 0,00% Samkvæmt kjarasamningi, sem undirritaður var 17. desember 2008 verða kaupliðir frá 1. janúar 2009 sem hér segir: Kauptrygging: Skipstjóri, I. stýrimaður og yfirvélstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . […]
Nýr kjarasamningur sjómanna og útvegsmanna undirritaður í dag
Nýr kjarasamningur sjómanna og útvegsmanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningurinn tekur annars vegar til Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Vestfjarða, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna og hins vegar Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að alltaf sé ánægjulegt að ljúka samningum, sem geti oft verið bæði erfiðir […]
Aflinn í nóvember 10,7% meiri en í sama mánuði í fyrra
Heildarafli íslenskra skipa nam 117.584 tonnum í nýliðnum nóvember og var ríflega 10,7% meiri en í sama mánuði á síðasta ári er hann var 106.168 tonn. Sé aflinn metinn á föstu verði var hann 4,1% meiri í nóvember í ár en í fyrra. Það sem af er árinu hefur afli, metinn á föstu verði, dregist […]
Haustmælingar Hafró: „Ánægjulegar niðurstöður um þorskstofninn“
Þetta eru ákaflega ánægjulegar niðurstöður sem vonandi gefa fyrirheit um að þorskstofninn sé að rétta úr kútnum.Hafrannsóknastofnunin sendi í morgun frá sér tilkynningu um niðurstöðu haustmælinga á stofnstærð botnfiska. Þar kemur fram að heildarvísitala þorsks er nú 10% hærri en hún hefur áður mælst í 12 ára sögu mælinganna. Mælingarnar leiddu í ljós hátt hlutfall […]
Ályktanir 26. þings SSÍ
Á 26. þingi Sjómannasambands Íslands var samþykkt ályktun um kjara- og atvinnumál og ályktun um öryggis- og tryggingamál. Ályktun um kjara- og atvinnumál.Samþykkt á 26. þingi SSÍ 4. – 5. desember 2008. Á þingum Sjómannasambands Íslands hefur marg oft verið bent á nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni m.a. til að viðhalda eðlilegu jafnvægi í lífríki […]
26. þing Sjómannasambands Íslands
26. þing Sjómannasambands Íslands var haldið dagana 4. og 5. desember að Grand Hotel Reykjavík. Þingið var sett þann 4. desember kl. 10:00 og ávarpaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þingið við setningu þess.
Síldarsýkingin „dapurleg“ eftir uppbyggingu stofnsins
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á þingi Sjómannasambands Íslands þann, 4 des,síðastliðinn að það væri „dapurlegt að standa frammi fyrir þeirri óvissu sem sýking í síldinni hefði skapað“ eftir að hafa byggt upp síldarstofninn með einstaklega varkárri nýtingarstefnu á undanförnum árum. „Eitt er auðvitað að standa frammi fyrir mjög umtalsverðu tekjutapi á þessari vertíð, sem […]