Archive | Fréttir

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um tekjuöflun ríkisins, 256. mál

Sjómannasambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um tekjuöflun ríkisins. Sjómannasamband Íslands gerir athugasemd við tvær greinar í frumvarpinu, en tekur ekki afstöðu til annarra greina. Í fyrsta lagi mótmælir Sjómannasamband Íslands harðlega 25. gr. frumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir að sjómannaafslátturinn verði afnuminn í áföngum.

Continue Reading

Loksins mælist sterkur þorskárgangur

Þorskárgangurinn frá árinu 2008 mælist sterkur sem eins árs og sá sterkasti frá upphafi mælinga í stofnmælingu að hausti árið 1996. Bendir það til að árgangurinn gæti verið um eða yfir langtímameðaltali frá 1955. Þetta kom fram í haustralli Hafrannsóknastofnunar. Fyrstu vísbendingar um 2009 árganginn gefa hins vegar til kynna að hann sé undir meðalstærð.

Continue Reading

LÍÚ: Dæmigert fyrir óábyrga afstöðu ESB í sjávarútvegsmálum

„Þetta er dæmigert fyrir óábyrga afstöðu ESB í sjávarútvegsmálum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ en Evrópusambandið sat hjá sl. föstudag við samþykkt samkomulags NEAFC – Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar – um bætt eftirlit með veiðum og löndun á úthafskarfa sem veiddur er á Reykjaneshrygg. Mikill misbrestur hefur verið á því að aflaskýrslur frá aðildarríkjum ESB skili sér […]

Continue Reading

Yfir 200 kr/kg meðalverð á fiskmörkuðunum á árinu

Meðalverðið á íslensku fiskmörkuðunum frá janúar til október var 200,39 krónur á kílóið. Þetta er í fyrsta skipti sem verðið fer yfir 200 krónur á þessu tímabili. Meðalverð á sama tíma árið 2008 var 175,62 kr/kg. Þetta er 14% hækkun milli ára. Alls var selt fyrir 18.118 milljónir króna fyrstu 10 mánuði ársins sem er […]

Continue Reading

Aflaverðmæti eykst um 12 milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 75 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2009, samanborið við rúma 63 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12 milljarða eða 19% á milli ára. Aflaverðmæti í ágústmánuði nam 10 milljörðum króna miðað við 9 milljarða í ágúst 2008. Aflaverðmæti botnfisks var í lok ágúst […]

Continue Reading

29% aflasamdráttur í október

Heildarafli landsmanna í október síðastliðnum var 67.000 tonn samanborið við 94.000 tonn í sama mánuði árið áður. Munar þar mestu um helmings samdrátt í uppsjávarafla vegna síldarsýkingarinnar. Þorskafli jókst í mánuðinum en ýsuafli minnkaði. Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.000 tonn frá október 2008 og nam rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 […]

Continue Reading

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað á fundi þann 2. nóvember síðastliðinn að hækka viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum skyldra aðila. Slægður og óslægður þorskur hækkar um 15%, slægð og óslægð ýsa hækkar um 15% og karfi hækkar um 10%. Verðhækkunin tekur gildi 2. nóvember 2009.

Continue Reading

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00