Úthlutun er nú lokið og þeim sem fengu höfnun stendur nú til boða að bóka þá kosti sem enn eru lausir. Vefurinn verður opnaður í síðasta lagi 5 júní og gildir þá reglan ,,fyrstur kemur fyrstur fær“
Archive | Fréttir
Áminning til félagsmanna S.V.G
Félagsmenn eru áminntir um að tikynna slys og önnur óhöpp til skipstjóra og sjá til þess að atvik verði færð í skipsdagbók. Það er á ábyrgð skipstjóra og útgerðar að tilkynna atvik til Tryggingastofnunar Íslands stjórn S.V.G
Úthlutun orlofshúsa
Úthlutun frestast um einn sólarhring ! orlofsnefnd.
Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur
Fyrir hönd félagsins vil ég byrja á því að hrósa björgunarsveitinni þorbirni fyrir þeirra þátt í frábæru björgunarafreki þegar línubáturinn Gotlieb strandaði við Hópsnes þann 13.maí s.l þegar að fjórir ungir menn björguðust giftusamlega, það er traustvekjandi að að vera með svo öfluga sveit í sinni heimabyggð. Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur vill árétta við yfirvöld […]
Dómur í máli gegn fyrrverandi formanni SVG fallinn
Sýknað var í öllum liðum, stefnandi hefur 3 mánaða frest til þess að áfrýja, meðfylgjandi er dómurinn í heild sinni. Dómur 20. apríl 2015 (PDF skjal) Stjórn SVG
Sumar úthlutun Orlofshúsa 2015- Fréttabréf
Orlofsvefur félagsins er nú opinn fyrir umsóknir og geta félagsmenn sótt um vikuleigu-tímabil í sumar. Rauðhús í Eyjafjarðarsveit er nýr kostur í sumar og stendur til boða frá 29 maí til 18 september. Úthlutun fer fram 18 maí , endurúthlutun fer fram dagana 19-20 maí og eftir það verður vefurinn opinn og gildir þá reglan […]
Tikynning frá orlofsnefnd SVG
Orlofsvefur félagsins opnar fyrir sumarúthlutun mánudaginn 27 apríl og verður umsóknarferlið opið fram í miðjan maí . Fréttabréf mun berast félagsmönnum með upplýsingum um þá orlofskosti sem í boði verða.
25% afsláttur af sjófatnaði hjá 66´N
Samkomulag hefur náðst milli SVG og Sjóklæðagerðarinnar um 25 % afslátt til félagsmanna , á það við um allann vinnufatnað. Framvísa þarf félagsskírteini , sem hægt er að prenta út af síðu svg.is/orlofsvefur þar sem félagsmaður fer á ,,síðan mín“ og prentar út skírteini eða tekur mynd á símann
Sjómennt
Nú er hægt að nálgast allar upplýsingar um Sjómennt á forsíðu svg.is (blái-borðinn-sjómennt). Þar eru m.a. upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar , einnig er nú hægt að fylla út eyðublað og senda beint á félagið. nauðsynlegt er að senda kvittun fyrir námi frá viðkomandi skóla/menntastofnun
Þrír dómar Hæstaréttar
Þann 5 mars s.l. voru kveðnir upp þrír dómar í Hæstarétti er er varða uppgjör á smábátum. Málin eru nr. 515/2014 og nr. 516/2014 sem útgerðin Lukka ehf vísaði til Hæstaréttar og mál nr. 413/2014 sem útgerðin Ölduós ehf vísaði til Hæstaréttar. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti þann 3. mars síðastliðinn og voru dómar kveðnir upp […]