Úrskurðarenfnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 3% lækkun á viðmiðunarverði þorsks í viðskiptum milli skyldra aðila. Viðmiðunarverð á ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila hækkar hins vegar um 3% og viðmiðunarverð á karfa hækkar um 5%. Breytingin á viðmiðunarverðum framangreindra fisktegunda gildir frá og með 5. janúar 2012.