Á fundi úrskurðarnefndar sjómann og útvegsmanna þann 29. febrúar síðastliðinn var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á Þorski í viðskiptum milli skyldra aðila um 7% og lækka viðmiðunarverð á ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila um 5%. Viðmiðunarverð á ufsa í viðskipum milli skyldra aðila var hins vegar hækkað um 6%.
Breyting á viðmiðunarverðum framangreindra fisktegunda tekur gildi 1. mars 2012.