Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs ákvað 20. mars sl. að lækka fasta vexti af sjóðfélagalánum úr 4,5% í 4,05% og breytilega vexti úr 3,9 í 3,45%. Breytingin tekur gildi þann 23. mars 2012.
Author Archive | admin
Breyting á viðmiðunarverði þorsks, ýsu og ufsa þann 1. mars 2012.
Á fundi úrskurðarnefndar sjómann og útvegsmanna þann 29. febrúar síðastliðinn var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á Þorski í viðskiptum milli skyldra aðila um 7% og lækka viðmiðunarverð á ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila um 5%. Viðmiðunarverð á ufsa í viðskipum milli skyldra aðila var hins vegar hækkað um 6%. Breyting á viðmiðunarverðum framangreindra fisktegunda […]
SUMARHÚSIN TIL ÚTLEIGU UM PÁSKANA 2012
Sumarhúsin verða til útleigu um páskana og er um vikuleigu að ræða og kostar vikan 25þúsund.Hægt er að sækja um áskrifstofunni í síma 426-8400 til 20 Mars,dregið verður úr umsóknum 23 Mars. ps.Þeir sem fá úthlutað um páskana koma ekki til greina sumarútlutuna 2012
Kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum hækka um 3,5% frá og með 1. febrúar
Samkvæmt kjarasamningi, sem undirritaður var 17. desember 2008 og samningi frá 20. janúar 2012 verða kaupliðir frá 1. febrúar 2012 sem hér segir: Kauptrygging: Skipstjóri, I. stýrimaður og yfirvélstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . […]
Breyting á viðmiðunarverðum þann 5. janúar 2012.
Úrskurðarenfnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 3% lækkun á viðmiðunarverði þorsks í viðskiptum milli skyldra aðila. Viðmiðunarverð á ýsu í viðskiptum milli skyldra aðila hækkar hins vegar um 3% og viðmiðunarverð á karfa hækkar um 5%. Breytingin á viðmiðunarverðum framangreindra fisktegunda gildir frá og með 5. janúar 2012.
Viðmiðunarverð á ufsa og karfa.
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 10% hækkun á viðmiðunarverði á slægðum og óslægðum ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila. Jafnframt var ákveðið að viðmiðunarverð á karfa í viðskiptum milli skyldra aðila lækkaði um 5%. Verðákvarðanirnar gilda frá og með 1. nóvember 2011.
Ályktun um þyrlumál.
Verði ekkert að gert strax varðandi þyrlukost Landhelgisgæslunnar er hætt við að hættuástand skapist fljótlega. Landhelgisgæslan á eina þyrlu og er með aðra til leigu til ársins 2014. Um næstu áramót fer önnur þyrlan í 3ja mánaða skoðun og verður þá aðeins ein þyrla tiltæk. Megin verkefni þyrlanna er að annast leit og björgun, en […]
Breyting á fiskverði frá 1. október.
Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið 5% lækkun á verði þorsks og karfa í beinum viðskiptum milli skyldra aðila. Verðákvörðunin gildir frá og með 1. október 2011.
9 Júní skrifaði SSÍ undir samning við LÍÚ um 4,25% hækkun frá 1. júní á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum. Samningurinn snýr eingöngu að kaupliðunum, en að öðru leyti eru kjaraviðræður um endurnýjun kjarasamninga enn í gangi.
Kauptrygging: Skipstjóri, I. stýrimaður og yfirvélstjóri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 319.545 Matsveinn, I. vélstjóri, vélavörður, II. stýrimaður, netamaður og bátsmaður . . . . . . […]
Hækkun fæðispeninga
Fæðispeningar sjómanna hækkuðu þann 1. júní síðastliðinn um 1,8% sem er hækkun fæðisliðar neysluvísitölunnar. Flokkar fæðispeninganna hækka því sem hér segir: 1. flokkur hækkar úr 1.388 kr. á dag í 1.413 kr. á dag 2. flokkur hækkar úr 1.103 kr. á dag í 1.123 kr. á dag 3. flokkur hækkar úr 836 kr. á dag í […]