Orlofsvefur félagsins opnar fyrir sumarúthlutun mánudaginn 27 apríl og verður umsóknarferlið opið fram í miðjan maí . Fréttabréf mun berast félagsmönnum með upplýsingum um þá orlofskosti sem í boði verða.
Author Archive | Óskar Sævarsson
25% afsláttur af sjófatnaði hjá 66´N
Samkomulag hefur náðst milli SVG og Sjóklæðagerðarinnar um 25 % afslátt til félagsmanna , á það við um allann vinnufatnað. Framvísa þarf félagsskírteini , sem hægt er að prenta út af síðu svg.is/orlofsvefur þar sem félagsmaður fer á ,,síðan mín“ og prentar út skírteini eða tekur mynd á símann
Sjómennt
Nú er hægt að nálgast allar upplýsingar um Sjómennt á forsíðu svg.is (blái-borðinn-sjómennt). Þar eru m.a. upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar , einnig er nú hægt að fylla út eyðublað og senda beint á félagið. nauðsynlegt er að senda kvittun fyrir námi frá viðkomandi skóla/menntastofnun
Þrír dómar Hæstaréttar
Þann 5 mars s.l. voru kveðnir upp þrír dómar í Hæstarétti er er varða uppgjör á smábátum. Málin eru nr. 515/2014 og nr. 516/2014 sem útgerðin Lukka ehf vísaði til Hæstaréttar og mál nr. 413/2014 sem útgerðin Ölduós ehf vísaði til Hæstaréttar. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti þann 3. mars síðastliðinn og voru dómar kveðnir upp […]
Veikindaréttur sjómanna – nýr dómur/fréttabréf A.S.Í
Veikindaréttur sjómanna
Stjórn S.V.G vekur athygli félagsmanna á nýjum dómi Hæstaréttar , varðandi rétt sjómanna til launa í veikindaforföllum.
Dómur 412_2014 (4)
Páskar 2015
Orlofsnefnd SVG hefur ákveðið páska úthlutun 2015 , dagana 1-8 apríl . Búið er að opna fyrir umsóknir á orlofsvef félagsins , úthlutun fer fram 17. mars. Einnig er nú opið fyrir helgarleigu umsóknir frá 1 mars til 26 maí. Félagsmenn eru hvattir til þess að skoða þá kosti sem í boði eru á vefnum […]
Prófmál vegna V.S afla , svokallaður ,,Hafróafli“
Stjórn Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur biðlar til félagsmanna , ef einhver félagsmaður vill fara í málaferli til að fá úr skorið með löglegt gildi á uppgjöri vegna VS afla (Hafró), þá mun félagið standa með fullum þunga að baki þeim félagsmanni. Stjórn S.V.G.
Ítrekun frá stjórn Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur
Stjórn S.V.G. ítrekar við félagsmenn að skrifa ekki undir ráðningarsamninga nema með fyrirvara um að þeir standist gildandi kjarasamninga Stjórn S.V.G.
Stjórn styrktar og sjúkrasjóðs
Frá og með árámótum 2015 verða allar styrktargreiðslur úr sjóðnum nema ,,líkamsræktarstyrkur“ skattlagðar í samræmi við óskir ríkisskattstjóra. félagsmaður skilar inn afriti eða kemur á skrifstofu og starfsmaður SVG mun ljósrita gögn sem fylgja umsókn , félagsmaður heldur til haga frumgögnum og sendir með skattframtali og fer fram á afslátt. Skattþrep verður miðstig nema á […]