Stjórn SVG boðar til félagsfundar mánudagskvöldið 14.nóv kl 20:00
Author Archive | Óskar Sævarsson
Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur er enn í verkfalli
Stjórn SVG ítrekar til félagsmanna að ,,Við erum ennþá í verkfalli“. SVG er ekki aðili og skrifaði ekki undir samning sem var á borðum ríkissáttasemjara í kvöld. Einnig er ítrekun um að verkfallsbrot verð tekin föstum tökum , þá verður beitt grein 1.43 í kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands og Landsambands ísl.útvegsmanna ásmt samtökum Atvinnulífsins. stjórn […]
Vinnustöðvun kl 23:00 í kvöld
Að afloknum fundi Samninganefndar SSÍ sem lauk seinnipartinn í gær var haldið í Karphúsið , samkvæmt okkar manni þar var ekkert að frétta , viðræður munu eiga sér stað eftir hádegið hjá ríkissáttasemjara. Að öllu óbreyttu mun vinnustöðvun hefjast á slaginu 23:00 í kvöld. Stjórn SVG ítrekar skilaboð til skipsstjórnarmanna að sjá til þess að […]
Allt tal um frestun verkfalls ótímabært
Stjórn SVG vill ítreka að allt tal um frestun verkfalls er ekki komið af okkar borði og lítur svo á ekki megi túlka orð samningamanna okkar á þann hátt heldur . Sambandsstjórn sjómannasambands íslands, 17 aðalmenn munu hittast núna kl 13:00 og fara yfir óformlegt samkomulag um fiskverðsmálin og hlusta á túlkun okkar samninga manna […]
,,Samkomulag um verðmyndun á fiski á borðinu“
Í gær náðist samkomulag milli deiluaðila um verðmyndun á fiski , fundur verður hjá ríkissáttasemjara fyrir hádegi og strax eftir hádegi mun samninganefnd sjómannasambandsins hittast og fara yfir þær tillögur sem á borðinu liggur, um framhaldið er ómögulegt að spá , við birtum fréttir á síðunni um leið og þær berast. Stjórnin
Fréttir /Fréttaleysi af samningaviðræðum í kjaradeilu Sjómanna
Látlausar hringingar okkar félagsmanna á skrifstofu félagsins að leita frétta af kjaradeilunni eru vel skiljanlegar , fyrir það fyrsta erum við ekki í þeirri stöðu að geta sett á okkar síðu nýjustu fréttir af samningaborðinu og hitt er það að upplýsingar eru af skornum skammti. Samfélagsumræðan er ekki með okkur , og áhugaleysi fjölmiðla er […]
12. metrar og 15. brúttótonn
Af gefnu tilefni vill stjórn SVG ítreka og benda á að allir sjómenn á bátum skráðum 12 metrar og stærri / 15 brúttótonn og stærri eru að fara í vinnustöðvun kl 23:00 að kvöldi fimmtudagsins 10. nóvember. á félagssvæði SVG verður fylgst með verkfalsbrotum , hart verður tekið á brotum ef til þess kemur. […]
Framboðsfrestur til stjórnar SVG
Framboðsfrestur til stjórnar félagsins, aðal og varastjórnar rennur út 4.vikum fyrir aðalfund og skal stjórn félagsins auglýsa hann sérstaklega. Framboðum skal skila skriflega á skrifstofu félagsins fyrir lok framboðsfrests. Frambjóðendur skulu tilgreina í framboði sínu til hvaða embættis þeir bjóða sig fram. Berist ekki framboð til allra aðal- og varastjórnarsæta, skal stjórn félagsins stilla upp […]
Músagangur og skítug Grill
Af gefnu tilefni biður orlofsnefnd félagsmenn um að gæta að því að loka dyrum og gluggum vegna músagangs og hafa ekki opið meira en nauðsynlegt er. Einnig hefur borið á því að úti-Grillin eru skítug og gaskútar tómir skv. ákvæðum leigusamnings skulu þessi atriði vera í lagi og félagsmenn hvattir til þess að sinna því. […]
,,Verðum að fá meira fyrir fiskinn“ Verkfallsboðun samþykkt.
Sjómannafélögin í landinu hafa samþykkt verkfallsboðun með yfirgnæfandi meiri hluta í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 17 október. Um 905 þeirra vilja hefja verkfall þann 10. nóvember og verður þá að vera búið að draga öll veiðarfæri úr sjó fyrir klukkan 23. „Við fáum afgerandi niðurstöðu út úr þessari atkvæðagreiðslu. 92% þeirra sem kusu í okkar […]
