Jólaball Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur ásamt Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Grindavíkurbæ verður með hið árlega jólaball í Gjánni nýrri aðstöðu íþróttamannvirkja við Austurveg. þriðjudaginn 27. desember milli kl 16:00 – 18:00 Hin eina sanna jólarödd , Helga Möller heldur uppi fjörinu með söng og leikjum Jólasveinar koma og syngja og dansa í kringum jólatréð með krökkunum. […]
Author Archive | Óskar Sævarsson
Áramótin laus í Vesturbrún !!!
Áramótin voru að losna í Vesturbrúnum , hafið samband við skrifstofu 4268400 eða sendið skeyti á svg@svg.is nánari upplýsingar í síma 6627303 eftir kl 13:00 Óskar
Gleðilega hátíð
Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra , svo og öllum sjómönnum Íslands gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Stjórn og starfsmaður SVG
Verkfallsjóður SVG: – upplýsingar
Milli hátíða verður settur hnappur á heimasíðu félagsins svg.is , þegar að félagsmaður smellir á hnappinn þarf að fylla út umsóknarform og senda á félagið nánari upplýsingar verða birtar eftir jól. einnig veitir formaður upplýsingar s- 777-6220
Aðalfundur Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur 28. des kl 18:00
Aðalfundur Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur verður haldinn í Sjómannastofunni Vör , þann 28. des kl 18:00. Kvöldverður og léttar veitingar verða í boði félagsins að fundi loknum.
Félagsmenn SVG felldu samninginn !!!!!!
Sjómenn hefja verkfall kl. 20 í kvöld. Hjá Sjómanna og Vélstjórafélagi Grindavíkur voru 654 á kjörskrá og kusu rúmlega 50% félagsmanna. 90 % sögðu nei og felldu þar með Samninginn , kl 20:00 í kvöld skulu veiðarfæri vera komin á dekk !! stjórnin. Talningu atkvæða um nýjan kjarasamning sjómanna við útgerðir lauk nú […]
Úrslit kosninga um samninginn verða birt kl 14:00 miðvikudaginn 14.desember
Niðurstaða talningar um samninginn verður birt kl 14.00 á miðvikudaginn 14.desember. Ef að viðkomandi félag fellir samninginnm, þá hefst verkfall að nýju kl 20:00 miðvikudagskvöldið 14. desember , þá skulu veiðarfæri vera komin um borð. stjórn SVG
Ályktanir 30. þings Sjómannasambands Íslands 24. og 25. nóvember 2016.
Ályktanir 30. þings Sjómannasambands Íslands 24. og 25. nóvember 2016. 30. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að skattfríðindi íslenskra sjómanna verði lögfest að nýju þannig að þeir njóti sambærilegra skattfríðinda og sjómenn annarra fiskveiðiþjóða. 30. þing Sjómannasambands Íslands beinir því til Alþingis að sjá til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði […]
Kosningin stendur til kl : 20:00 þann14. desember
Félagsmenn eru hvattir til þess að nota sinn kosninga rétt , hægt er að kjósa á svg.is. félagsmenn geta einnig komið á skrifstofuna og skotist í tölvuna stjórnin
Fréttabréf – Desember-Aðalfundur 2016
Nýtt fréttabréf frettabref-des-2016