Heildarbotnfiskafli íslenskra fiskiskipa nam 68.030 tonnum í september, sem er 33% meira en í sama mánuði á síðasta ári. Aflinn var þá 51.075 tonn. Metinn á föstu verði er aflinn 22,3% meiri en í september 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar dregist saman um 4,1% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.
Botnfiskafli jókst um 3.700 tonn frá september 2007 og nam rúmum 31.200 tonnum. Afli karfa jókst um 1.600 tonn, þorskaflinn jókst einnig um tæp 1.600 tonn og afli ýsu og ufsa jókst um rúm 600 tonn miðað við september 2007. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 33.200 tonnum og var að stærstum hluta síld og makríll.