Atvinnuskírteini

Algengar spurningar í tengslum við atvinnuskírteini og mönnun vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum.

Útgáfa atvinnuskírteina:

Gefa sýslumenn ekki lengur út atvinnuskírteini sjómanna?
Nei. Siglingastofnun Íslands gefur nú út atvinnuskírteina til skipstjórnar- og vélstjórnarmanna í stað sýslumanna og tollstjórans í Reykjavík. Þykir það horfa til einföldunar og aukins samræmis og til að tryggja sérfræðiþekkingu við útgáfu skírteina er talið heppilegra að útgáfa þeirra sé á einni hendi, þ.e. hjá Siglingastofnun.

Gefur Siglingastofnun áfram út alþjóðleg STCW-skírteini?
Já. Siglingastofnun fer samkvæmt lögum nr. 76/2001 um áhafnir farþegaskipa og flutningaskipa og reglugerð nr. 416/2003 m. breytingum, með útgáfu alþjóðlegra STCW-skírteina. Þeir sem vélstjórnarmenn sem starfa á íslenskum og erlendum farþegaskipum og flutningaskipum þurfa að uppfylla skilyrði þeirra laga og reglna og afla sér slíks skírteinis.

Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um atvinnuskírteini sjómanna?
Upplýsingar um það eru á umsóknareyðublaði.

Miðast atvinnuréttindi vélstjóra enn við kílóvött?
Atvinnuréttindi vélstjóra miðast áfram við samanlagt skráð afl aðalvéla í kW á svipaðan hátt og í fyrri atvinnuréttindalögum, að teknu tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á ákvæðum um vinnu- og hvíldartíma skipverja á fiskiskipum.

Hvað með réttindi á skip með minni vélum?
Gerðar eru breytingar á réttindaflokkum vegna starfa á skipum með vélarafl undir 750 kW í þeim tilgangi að einfalda menntunarkröfur og skírteinisútgáfu vegna vélstjórnarréttinda. Breytingarnar taka m.a. mið af þróun í skipagerð og sjósókn undanfarinna ára.

Hvað eru „önnur skip“?
Önnur skip eru hver þau skip sem ekki teljast vera farþegaskip eða flutningaskip samkvæmt lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001 og teljast ekki vera fiskiskip, skemmtibátar eða varðskip samkvæmt lögum nr. 30/2007. Þetta geta t.d. verið dráttarskip, dýpkunarskip, sanddæluskip, hafnsögubátar, rannsóknarskip, sjómælingaskip, tollskip, vitaskip og skólaskip.

Vélstjórnarskírteini

Hver gefur út atvinnuskírteini vélstjórnarmanna?
Siglingastofnun Íslands gerir það. Umsækjandi þarf að fylla út og undirrita umsóknareyðublað og senda Siglingastofnun Íslands ásamt þeim gögn sem þar eru tilgreind.

Hvaða réttindi gefur viðkomandi námstig í vélstjórnarnámi á fiskiskip og önnur skip?
Hvaða siglingatíma þarf til að fá atvinnuskírteini?

Hver er lágmarksaldur til að fá atvinnuskírteini?
Hverjir eru nýju skírteinaflokkarnir og tengsl þeirra við eldri skírteinin?

Vélgæslunám (smáskip): Skírteini Siglingatími Eldra skírteini
Smáskipa vélavörður 750 kW og minna og 12 m og styttri (SSV) Enginn VM – vélgæslunámskeið
Vélavörður 750 kW og minna (VV) Enginn

VV og VVY – 1. stig

Yfirvélstjóri 750 kW og minna og að 24 metrum (VVY)

4 mánuðir sem vélavörður

VVY – 1. stig

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00