Lokið er talningu úr atkvæðagreiðslu aðildarfélaga SSÍ um kjarasamninginn sem gerður var 17. desember síðastliðinn milli SSÍ og LÍÚ. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var frekar dræm. Alls kusu 388 sjómenn um samninginn, en á kjörskrá voru 1971 sjómaður. Athvæði féllu þannag að já sögðu 329 eða 84,8% af þeim sem kusu. Nei sögðu 45 eða 11,6%. Auðir og ógildir seðlar voru 14 eða 3,6%. Samningurinn er því samþykktur.