Áskorun LÍÚ, FFSÍ, SSÍ og VM til stjórnvalda: Eflum þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslunni er ætlað að sinna mjög víðfeðmu hafsvæði og hún gegnir mikilvægu öryggishlutverki fyrir íslenska sjómenn. Upp geta komið tilvik eða aðstæður, þar sem tími til björgunar er svo naumur að þyrla er eina tækið sem sjómenn geta treyst á.

Þótt þrengingar séu í ríkisrekstri er það dýrkeyptur sparnaður að vega að ákveðnum grunnþáttum á borð við þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar og þar með öryggi sjómanna á hafi úti. Við skorum því á stjórnvöld að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar þannig að hún fái sinnt því eftirlits- og öryggishlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum.

Landssamband íslenskra útvegsmanna,
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands,
Sjómannasamband Íslands,
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00