Almennur félagsfundur var haldinn Sunnudaginn 20 janúar kl 20:00.
Milli 70 og 80 félagsmenn mættu til fundar og fór fram málefnaleg umræða um innri málefni félagsins.
á fundinn komu til að svara fyrirspurnum bókari félagsins ásamt lögfræðingi og fulltrúa frá endurskoðunarfyritæki reikninga.
Ályktun félagsfundar Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur:
Fundurinn harmar það upphlaup sem orðið hefur í félaginu frá síðasta aðalfundi. fundurinn bendir á að meginhlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum sjómanna.
Það verði ekki gert nema að stjórn vinni sem ein heild að félags og hagsmunamálum þeirra, og láti af ásökunum á fyrri stjórnendur sem ekki eigi við rök að styðjast.
því er skorað á þá aðila sem kosnir voru í stjórn á síðasta aðalfundi að vinna saman.