Aflaverðmæti 54 milljarðar fyrstu 7 mánuði ársins 2008

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 samanborið við 52,2 milljarða á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í morgun. Aflaverðmæti hefur aukist um um 1,8 milljarða eða 3,4% á milli ára. Aflaverðmæti í júlí nam 8,7 milljörðum miðað við 5,7 milljarða í júlí 2007.

Aflaverðmæti botnfisks janúar til júlí 2008 nam 39,2 milljörðum og jókst um 2,4% miðað við sama tímabili árið 2007. Verðmæti þorskafla var 19,4 milljarðar og dróst saman um 1,8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 8,9 milljörðum, jókst um 17,2% og verðmæti karfaaflans nam 3,9 milljörðum sem er 9,4% samdráttur miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2007.

Sími 426 8400 | Fax 426 8405 | svg@svg.is | Vefur frá TACTICA


Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá 08:00-13:00